Hvar skyldi vera kvartað mest?

Samkvæmt nýbirtum lista yfir stöðu mæðra í heiminum er Ísland í þriðja efsta sæti næst á eftir Norgegi og Ástralíu. Í fréttinni segir þetta um röð ríkjanna, þar sem mæður hafa það best og verst:

"Samkvæmt lista Save the Children eru staða mæðra best í eftirtöldum ríkjum: Noregi, Ástralíu, Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Nýja-Sjálandi, Finnlandi; Belgíu, Hollandi og Frakklandi.   Vert er hún í Miðafríkulýðveldinu, Súdan, Malí, Eritreku, Lýðveldinu Kongó, Tsjad, Jemen, Gíneu-Bissau, Níger og Afganistan."

Fróðlegt hefði verið að samantektinni hefði fylgt listi yfir þau lönd þar sem mest er kvartað undan aðbúnaði og kjörum mæðra í heiminum.

Ætli Íslendingar eigi ekki heimsmet í því, eins og svo mörgu öðru? 


mbl.is Gott að vera móðir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband