Megi dagurinn færa launþegum gæfu og hagsæld

Launþegum landsins er óskað til hamingju með alþjóðlegan baráttudag sinn og sú von sett fram að í kjölfar hans setjist aðilar vinnumarkaðarins niður og ljúki á allra næstu dögum við þá kjarasamninga, sem unnið hefur verið að undarfarið og ætti að vera hægt að ganga frá með litlum fyrirvara, ef vilji er raunverulega fyrir hendi.

Undanfarna daga hafa forkólfar launþegafélaganna verið að koma sér í gírinn fyrir ávörp sín í tilefni dagsins og venju samkvæmt munu þau vera uppfull að stóryrðum og skömmum út í vinnuveitendur og sitjandi ríkisstjórn og hafa ýmis ummæli foringjanna á síðustu dögum gefið tóninn fyrir innihald hátíðarræðanna.

Á morgun mun innihald flestra hátíðarávarpanna vera gleymt, enda hugsuð sem einnota og verða ekki dregin fram aftur fyrr en að ári og þá verður orðalagi breytt í takt við tímann og það ástand sem uppi verður í þjóðfélaginu á þeim tíma og svo mun áfram ganga, enda hafa þessi ávörð lítið breyst undanfarna áratugi, eða eins lengi og elstu menn muna.

Fram eftir miðri síðustu þurftu launþegar að berjast harði baráttu fyrir kjörum sínum og réttindum, en sem betur fer er heimurinn breyttur frá þeim tíma og núorðið eru kjarasamningar grundvallaðir á því efnahagsumhverfi sem ríkir á hverjum tíma og sjaldan nauðsynlegra en einmitt núna að ganga frá kjarasamningum sem raunverulega bæta kjör launþega, en verði ekki til þess að auka verðbólgu þannig að allur bati hverfi á örfáum mánuðum, eins og raunin varð lengstum, sérstaklega á áratugunum frá 1970 - 1990.

Megi 1. maí 2011 verða upphaf að raunverulegum kjarabótum, aukinni atvinnu og ekki síst minnkun atvinnuleysisins, en það er mesta böl sem vinnufúsir einstaklingar geta orðið fyrir.


mbl.is 1. maí fagnað um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Tek heilshugar undir orð þín Axel. Megi atvinnutækifærum fjölga og hagsæld aukast hjá launafólki öllu

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.5.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband