Stjórnarandstaða stjórnarþingmanna harðnar

Oft er búið að spá því að ríkisstjórnin hljóti að vera að springa vegna innbyrðis átaka og illinda milli og innan stjórnarflokkanna, en öllum til ama og leiðinda hangir hún enn og ef Jóhanna og Steingrímur fá einhverju ráðið, mun hún lafa fram á haust til þess að reyna að fá samþykktar stjórnarskrárbreytingar, sem nauðsynlegar eru, ef möguleiki á að vera að gera landið að krummaskuðshreppi í ESB.

Fram að þessu hefur "órólega deildin" innan VG verið myllusteinninn um háls ríkisstjórnarinnar, en nú eru þingmenn Samfylkingarinnar byrjaðir að rotta sig saman gegn ráðherrum VG og fara þar fremstir í flokki þeir Róbert Marshall og Björgvin G. Sigurðsson, sem hafa lagt til atlögu geng Ögmundi Jónassyni, Innanríkisráðherra, vegna ákvörðunar hans að hætta við flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnes, þrátt fyrir fyrri loforð ríkisstjórnarinnar.

Björgvin segir m.a. um þetta á heimasíðu sinni: "Við munum því ekki láta útspil innanríkisráðuneytisins stöðva málið. Sérstaklega þar sem svo heppilega háttar að það er komið til þingsins í formi ályktunar okkar þingmannanna tíu. Nú hefst sá þáttur málsins og við skulum spyrja að leikslokum. Alþingi hefur síðasta orðið. Ekki ráðherra. Því er brýnt að hraða vinnu nefndar og þings og leiða málið til lykta á málefnalegum forsendum."

Þarna er fast skotið og gefið í skyn að annarleg sjónarmið ráði afstöðu ráðherrans, því Björgvin segir að  "svo heppilega háttar að það er komið til þingsins í formi ályktunar okkar þingmannanna tíu" og því sé von til að þingið geti fjallað um málið og afgreitt það á "málefnalegum forsendum".

Stjórnarandstaða stjórnarþingmannanna harðnar stöðugt og þættu ýmis ummæli þeirra harkaleg, kæmu þau frá hinni formlegu stjórnarandstöðu. 


mbl.is Segir málið á forræði þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það má frekar segja að ömmi er í stjórnarandstöðu... enda ekki hægt að vinna með þessum dreng í neinum málum..

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband