14.4.2011 | 12:17
Jón Gnarr óvirðir vinaþjóð
Trúðurinn í borgarstjórastónum í Reykjavík telur sig þess umkominn að óvirða opinbera sendinefnd náinnar vinaþjóðar með því að neita að taka á móti henni og þykist gera það í nafni friðar og óbeitar á hermennsku.
Nánast allar þjóðir veraldar halda úti herjum og á friðartímum eru flotar þessara ríkja sendir í vináttuheimsóknir til annarra landa og engum heilvita stjórnmálamanni dettur í hug að neita að tala við slíkar sendinefndir og sýna þeim kurteisi og virðingu, burtséð frá áliti viðkomandi stjórnmálamanna á leiðtogum þeirra ríkja sem þessir sendiboðar koma frá, eða innanríkismálum viðkomandi landa, nema um sé að ræða harðsvíraða einræðisherra og glæpamenn.
Ætli Jón Gnarr sér að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík, er varla til of mikils ætlast af honum þó hann sýni almenna kurteisi í samskiptum við borgarbúa og ekki síður sendimenn erlendra þjóða, sem hingað koma í venjubundnar kurteisisheimsóknir.
Treysti hann sér ekki til að sinna starfinu, eins og til er ætlast, á hann auðvitað að segja því lausu og snúa sér að öðru, sem fellur betur að hans eigin hugarheimi og áhugamálum.
Á móti hernaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virðing er afstæð. Að mínum dómi sýna þýsk hermálayfirvöld íslensku þjóðinni óvirðingu með því að landa hérna herskipum. Það er engin kurteisi að ætlast til þess að háttsettir menn taki á móti manni. Þvert á móti er það dónaskapur. Þýsk hernaðaryfirvöld eru því að sýna okkur dónaskap frekar en öfugt.
Annars er ég bara að snúa dæminu á hvolf til að sýna hversu absúrd pæling þetta er hjá þér.
R (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 12:26
Einhvers staðar las ég að jafnvel væri í boði þjónusta björgunnarþyrlu, meðan Þjóðverjarnir dveljast hér á þessum slóðum og jafnvel lengur.
Það um að gera að vera nógu andskoti leiðinlegur ókurteis við þá er ljá vilja hjálparhönd.
Kristinn Karl Brynjarsson, 14.4.2011 kl. 12:36
Jòn Gnarr er bara fìfl og ekkert annad. Thad er til skammar fyrir okkur Ìslendinga ad hafa thennan òmenntada trùd sem borgarstjòra, sem greinilega hefur aldrei lært mannasidi.
Steini (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 12:55
Þar sem við erum í Nato ásamt Þjóðverjum o.fl. vestrænum þjóðum, finnst mér þetta eiginlega út í hött.
Stjórnvöld hafa alltof oft notað tækifærið til að lýsa yfir samstöðu með allskyns hernaðarbrölti út um allan heim, sem mér finnst mjög miður.
Ef aftur á móti borgarstjórinn tekur þá afstöðu að vera á móti stríðsrekstri finnst mér allt í lagi að hann tali um það og reyni að sannfæra aðra. Ég á nú ekki von á að Þjóðverjar móðgist nein ósköp yfir þessu, öðru eins hafa þeir ábyggilega lent í áður.
Ég er víst farin að tala eins og Framsóknarmaður, já, já, nei, nei. En niðurstaðan er samt sú að hann ætti að láta þetta ógert.
Bergljót Gunnarsdóttir, 14.4.2011 kl. 13:41
Ég er búin að missa þráðinn og þarf á hjálp að halda.
Hvaða þjóðir eru "vinaþjóðir" okkar og hvaða þjóðir eru "óvinaþjóðir" okkar?
Agla (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 19:36
Steini, ómenntaðan trúð segir þú, með ansi miklum hroka! Skoðaðu alþingismenn okkar gegnum tíðina og ath. hversu margir þeirra voru ómenntaðir, eins og þú kallar það. Þetta er ekki skrifað Jóni Gnarr til málsbóta, það getur hann séð ágætlega um sjálfur.
En gættu þess að gera ekki mun á eðlisgreind, sjálfsmenntun og almennri skólamenntun. Ég er klár á því að margt fólk sem hefur aldrei gengið skólaveginn er hyggnara en margur annar, þó langskólagenginn sé. Mér finnst þessi færsla þér til skammar.
Bergljót Gunnarsdóttir, 14.4.2011 kl. 19:58
Það er jú enginn sirkus á landinu......einhverstaðar verða allir þessir Trúðar að troð'upp !!!!
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 23:43
Já þetta er svo sem alveg týpískur misskilningur á meðal íslendinga, að rugla saman vörnum og hernaðarbrölti. Við erum betlþjóð innan NATO og fáum aðrar þjóðir til að sjá um varnir fyrir okkur, svo kemur Nato ríki og landar herskipi hérna og Jón Gnarr fer í fýlu. Þjóðverjar eru algjörlega kúguð þjóð og skíthrædd við sjálft sig, það er ekki hægt að finna eitt land í heiminum sem fer með vald sitt á jafn varkáran hátt og þeir. Þjóðverjar studdu ekki einu sinni loftárásirnar á Líbíu, sem vinstri grænir á íslandi hippar og blómabörn innan Vinstri G styðja, þeir voru harðir á móti innrásinni gegn Írak sem við studdum. Það er að segja, Þjóðverjar eru friðsamari en Íslendingar.
Hefur Jón talað fyrir því að taka ekki á móti íslendingum sem eru að stjórna vörnum íslands, til dæmis loftvarnareftirlitið, eða þeim sem starfa við Nato aðild okkar?
Jón Gunnar Bjarkan, 15.4.2011 kl. 06:47
Það sem ég hef aldrei skilið er af hverju við Íslendingar erum í NATO?
Hvað er það sem við þurfum að verja, og hver hefur ráðist á okkar land?
Jú Bretar, og ekki bara einu sinni. Og BRETAR eru jú í NATO og BRETAR hafa ráðist á okkur í Þorskastríðinu og síðan með Terroristalögum.
Hversvegna þarf íslenska þjóðin að standa í herbrölti í Libýu?
Er ekki eitthvað gruggugt við þessa mynd, kannski ætti að rannsaka af hverju?
Ég skil borgarstjórann, en hann á ekki að láta sín tilfinningamál ráða því hverjir fá að heimsækja Reykvíkinga.
Njáll Harðarson, 15.4.2011 kl. 08:45
Skil bara ekki manninn.
Er hann hræddur um að hitlers greiðslan hans komi í þýsku blöðunum?
Best væri að skipta út Jóni sem fyrst.
brandur (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 09:12
Þýska þyrlan bilar allt í einu þegar Borgarstjórinn setti fótinn fyrir dyrnar, how pathetic...
Njáll Harðarson, 15.4.2011 kl. 09:38
Þú ert nú meira fíflið Njáll. Reynir fyrst að setja þig á háan hest og þykjast vera einhver hugsjónarmaður og friðarsinni, talar svo um að það sé pathetic að Þyrlan bilaði. Ef ég hefði verið skipstjórinn á þessu skipi, þá hefði ég sagt beint út eftir að Borgarstjóri hafnaði að taka á móti mér að þá væri greinilega sú aðstoð sem skipið ætlaði að veita íslendingum væri ekki heldur nógu góð fyrir Borgarstjóra.
Íslendingar eru ekki friðarsinnar, þjóðernishyggjan hér er á alveg jafn lágu plani og í Bandaríkjunum nú í dag og Þýskalandi fyrir stríð, eina ástæðan fyrir því að íslendingar gera sér upp hugsjónir af þessu tagi er vegna þess að slíkt hentar smáþjóð eins og okkur og svo það að við erum of miklir auraseggir til að punga út fyrir eigin vörnum. Það vantaði bara að menn eins og þú myndu skrifa blogg þar sem heimtað yrði að Þjóðverjar sendu aðeins Björgunarþyrlur en ekkert herskip.
Jón Gunnar Bjarkan, 15.4.2011 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.