19.3.2011 | 21:15
Jón Gnarr eineltur?
Í fyrsta skipti á borgarstjórnarferli sínum hefur Jón Gnarr og meirihluti hans í borgarstjórninni lent í verulega kröppum sjó. Á bátinn gefur svo hraustlega vegna illa unninna tillagna meirihlutans um sparnað og sameiningu skóla borgarinnar.
Í öllum hverfum borgarinnar hefur nánast orðið uppreisn foreldra leik- og grunnskólabarna, sem fjölmennt hafa á fundi meirihlutans, þar sem tilkynna hefur átt um þær breytingar sem meirihlutinn hafði ákveðið í þessum efnum.
Svo langt hefur gengið á fundunum að fundarmenn hafa tekið stjórnina í sínar hendur og samþykktar hafa verið ályktanir gegn áformum Jóns Gnarr og félaga og fundarstjóra þeirra hefur hvarvetna verið bylt úr embætti og nýr skipaður.
Þar sem foreldrar úr öllum skólahverfum borgarinnar taka þátt í þessari baráttu gegn áformum borgarstjórans og félaga hans, hlýtur sú spurnig að vakna hvort svona uppreisn flokkist ekki undir hreint einelti í garð Jóns Gnarr.
Borgarstjórinn ætti að kalla til dómskvadda matsnefnd til að skera úr málinu.
Fékk aðeins eitt atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Farðu nú ekki að minnast á þetta, hann gæti tekið þig á orðinu!
Guðmundur Júlíusson, 19.3.2011 kl. 22:05
Hérna er í gangi mikill ágreiningur sem þarf að leysa, og auðvitað skulu nemendurnir vera efst á þeim lista svo vel fari. Ég er sammála borgarstjórn að það þurfi að spara og hagræða, en þetta er ekki vísasta leiðin. Að ætla sér að umbylta grunnskólakerfi borgarinnar með pennastrikum og svigum, þetta svona, hitt hitt, og spyrða síðan allt saman í illa vafða hönk er ekki vísasta leiðin.
Óánægja foreldra og forráðamanna á ekkert skylt við einelti. Þetta er óánægja með illa ígrundaðar aðgerðir yfirvalda gagnvart uppvaxandi kynslóð, en oftast ekki beinar árásir á persónu Jóns Gnarr. Þar er ólíku saman að jafna.
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 09:57
Það vita það allir að Jón Gnarr var kosinn til þess að sýna völdunum fingurinn. Það er almenningur sem ræður. Jón Gnarr er auðvita enginn maður til þess að stjórna borg og hefur sennilega síst áhuga á því.
En þetta braut upp spillingar- og valdadæmið sem vonandi leiðir það af sér að hæft fólk taki við stjórn borgarinnar. Hann er búinn að fá fólk til þess að hugsa: Það þýðir bara ekki að gefa hvaða fábjána völd til þess að gera það sem honum dettur í hug.
Sumarliði Einar Daðason, 20.3.2011 kl. 09:58
Þetta gæti aftur á móti auðveldlega flokkast undir eineltið margumrædda, að gera borgarstjóranum upp að vera fábjáni. Samt veit ég að það er ekki meint þannig. Að öðru leyti hef ég hef trú á að þetta sé nokkuð nærri sanni hjá þér Sumarliði.
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 10:14
Hvar er hinn flokkurinn í meirihlutanum, flokkurinn sem gerir ruglið mögulegt - Samfylkingin.
Eins og vanalega þegar vindurinn snýst í fangið þá gufar Samfylkingin upp, ekkert heyrist frá Degi og co sem þó án efa bera megin ábyrgð á vitleysunni, þó ekki sé nema vegna reynslu í borgarmálum.
Ef eitthvað heppnast vel er Samfylkingin um leið búin að toða sér fram og berja sér á brjóst en nú þegar klúðrið er í sviðsljósinu þá er Samfylkingin "stikkfrí"
Sveinn Úlffarsson (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 14:31
Já hvar er hún Sveinn? Góð spurning eins og þeir segja allir í Dale Carnegie. Hún er farin að minna illilega á Vinstri græna sem sátu í stjórnarandstöðu árum saman og þáðu laun fyrir að sitja í þinginu við að rífa kjaft, án þess að koma nokkurntímann með tillögur til úrbóta. Þegar þeir loksins ákváðu að nú væri þeirra tími kominn, ásamt Jóhönnu sem er líka á tíma, klúðra þeir hverju málinu á fætur öðru og hnakkrífast svo innbyrðis.
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 11:22
Jón Gnarr er auðvita enginn fábjáni. Hins vegar var persónan í framboði bara leikinn að mínu mati og kjósendur tóku þátt í leiknum. Hvaða frambjóðandi getur boðið uppá fíkniefnalaust Alþingi og fækka jólasveinum niður í einn? Hann sagði meira segja í viðtölum að hann ætlaði að redda vinum sínum í stöður innan borgarinnar.
Sumarliði Einar Daðason, 22.3.2011 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.