11.3.2011 | 20:01
Evran að verða að þýsku marki
Mikil örvænting hefur ríkt innan ESB undanfarna mánuði og misseri vegna stöðu evrunnar og ruglandans sem hefur verið í efnahagsstjórn þeirra sautján ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil.
Nánast hrun hefur orðið í efnahagsmálum Grikklands og Írlands og miklir erfiðleikar mun víðar á evrusvæðinu og þó ekki sé hægt að kenna evrunni um þau vandræði, þá hefur hún síst verið til að auðvelda lausn vandamálanna sem hlaðist hafa upp hjá flestum þessara ríkja.
Þýskaland er og hefur alltaf verið móðurskip ESB og frá upphafi reiknuðu Þjóðverjar með því að önnur ríki tækju upp þýska festu í efnahagsmálum, en vegna þess að ríkin höfðu nokkuð frjálsar hendur um stjórn efnahagsmála og ekki síður vegna þess að þau hafa ekki farið eftir þeim reglum sem þó voru fyrir hendi, hefur sífellt hallað undan fæti fyrir evrunni, þar til að nú stefnir í alger vandræði.
Samkvæmt síðustu fréttum hafa Þjóðverjar náð að fá samþykktar nýjar reglur um miðstýrðar efnahagsreglur fyrir allar evruþjóðirnar og að sjálfsögðu mun það verða þýski aginn sem þar mun ráða ferðinni.
Þar með verða Þjóðverjar komnir á upphafsreit með gjaldmiðil sinn, nema nú heitir hann evra en ekki mark.
Kannski verður þetta til þess að meira mark verði tekið á evrunni framvegis.
Evruríki móta efnahagsstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm, den mere kloge narrer altid den mindre kloge, hversu fyrirsjáanlegt hefur það alltaf verið. Þjóðverjar hafa unnið allar heimsstyrjaldir á endanum vegna þess að þeir hafa alltaf haft sameiginlega þjóðarvitund sem hefur keyrt þá áfram við að vinna og framleiða. Þjóðverjar flytja meira út en Bandaríkjamenn í dollurum talið þrátt fyrir að vera aðeins fjórði hluti hinna síðurnefndu í mannfjölda. Sú staða sem þeir eru í dag ber vott um góða stjórnun síðustu áratugi og góðan skilning á þeim efnahagslegu kröftum sem hafa leitt okkur í núverandi stöðu.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2011 kl. 21:22
Sama er raunar að segja um Svía, þeir hafa ekki orðið teljandi varir við núverandi kreppu vegna þess að þeir rannsökuðu og debateruðu hana og brugðust við henni fyrir lifandis löngu. Þetta eru gamlar þjóðir með mjög langa sögu og reynslu sem fylgir því , öfugt við okkur sem höfum ekki nokkra sögu sem talandi er um. Vandræðaruglið hér er bein afleiðing af því.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2011 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.