Mættu ekki í sína eigin veislu

Special Fraud Office í Bretlandi eyðilagði fína veislu fyrir Tchenguiz-bræðrum, en hún var haldin í kvöld um borð í snekkju annars bróðurins í Cannes og þangað hafði verið boðið öllum helstu fasteignabröskurum veraldar, sem þar funda um gagnsókn sína gegn lækkandi fasteignaverði og ráðum til að hagnast á nýrri fasteignabólu.

Gestgjafarir mættu sem sagt ekki í sína eigin veislu þar sem þeir þurfa að sinna sínum málum í Bretlandi, en þau mál snúast reyndar um brask þeirra í fortíðinni og líklega áhyggjur af minni umsvifum í framtíðinni, sérstaklega takist lögfræðingaher þeirra ekki að forða þeim frá langri fangelsisvist.

Ekki er ólíklegt að samtöl manna yfir kokteilglösunum í snekkjuveislunni hafi snúist um ýmislegt annað en fasteignamarkaðinn og framtíð hans.


mbl.is Mættu ekki í veisluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er áhugavert sjónarhorn á stöðu mála 'auðkýfingianna.'

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 03:31

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta fjárans pakk getur bara átt sig mín vegna. Ég bíð bara og vona að þeir lendi allir í steininum til langrar dvalar.

Ps. Ég vona að veilslan hafi verið þrautleiðinleg.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.3.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband