Vítisenglar í bið

Eftir því sem heimildir mbl.is segja, munu norsk yfirvöld ekki hleypa félögum úr MC Iceland inn í landið, heldur endursenda þá til Íslands og þar af leiðandi mun væntanlega mistakast að gera þá formlega að meðlimum í alheimsglæpasamtökunum Hells Angels að þessu sinni.

Íslensk yfirvöld hafa reynt af femsta megni að endursenda norska félaga glæpasamtakanna þegar þeir hafa reynt að heimsækja glæpafélaga sína hérlendis og nú bregða norsk yfirvöld til sömu ráða til að forða sínu landi frá svona óyndislegum heimsóknum íslenskra krimma.

Vonandi tekst að hamla formlegri vígslu íslensku krimmanna í alþjóðaglæpasamtökin enn um sinn með þessum vöruskiptajöfnuði sem nú hefur komist á milli Noregs og Íslands.

Svona glæpasöfnuði myndu öll lönd verða fegin að losna við, væri það mögulega hægt.


mbl.is Félögum í MC-Iceland vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

þetta er ein besta frétt sem hefur birst lengi........

Eyþór Örn Óskarsson, 4.3.2011 kl. 16:55

2 identicon

Hefði frekar kosið að þeim hafi verið hleypt inn í landið og svo hefðum við neitað að taka við þeim aftur....

Ómar (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 19:54

3 identicon

Svona til að rétta smámistök frá í gær, vil ég leiðrétta það að Einar I. Marteinsson átti afa sem var yfirlögregluþjónn.  Leiðréttist það hér með.

Samkæmt nýjustu fréttum koma nú vinirnir heim með skottið á milli fótanna. Nú fer ég fram á það af stórnarmönnum/konum Íslands að þið setjið þessa drengi/menn í geðrannsókn og farið sé framá hvað þeim finnst svona eftirsóknarvert hjá þessum samtökum. Ef þeir eru óhuggandi, þá má nú létta undir með þeim að komast úr landi  með fjölskyldum.(Því sjaldnast falla eplin langt frá eikinni) Skilyrði verði fyrir þeirri hjálp, verði sú að þeir eigi ekki afturkvæmt til landsins. þetta verði sett fram sem bráðabirðarlög í byrjun og síðan verði Það lögfestí gegnum alþingi, hvað sem það nú er?

J.Þ.A (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 21:43

4 Smámynd: Elle_

Mér finnst alveg ótækt að vera að dæma eða hálfdæma fjölskyldur mannanna fyrir glæpi þeirra.  Fólk er ekki, alls ekki, sekt á nokkurn veg um glæpi fjölskyldumeðlima eða ættingja.  Og ætti alls ekki að gera ráð fyrir slíku ranglæti.

Elle_, 5.3.2011 kl. 14:30

5 identicon

Elle E., kl,14.30  Ég er alls ekki að hugsa um þessa glæpamenn, ég er að hugsa um íbúa þessa lands. sem verða að búa við þessi viðrini. .  Ég get sagt þér miklu fleiri glæpasögum af þessu liði, en Hitler náði að framkvæma í öllu sínu brjálæði.

Enn ég vona að þessar druslur í formi ríkisstjórnar og alþingis (hvað sem það nú er) reyni að koma þessu liði úr landinu illa kvikkt.

J.Þ.A. (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 14:48

6 identicon

http://www.zaramis.nu/blog/2011/03/04/tigrarna-fran-angered/   Með sama aðgerðarleysinu hjá stjórnarliðinu, þá verður náin framtíð Íslands í líkingu við þetta ástand í Svíþjóð, sem hefur fengið að þróast hindrunarlaust af hálfu stjórnvald þar í áratal.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband