Sakleysingjarnir tefja upplýsingagjöf

Kaupþingsgengið, með Sigurð Einarsson í fararbroddi, hefur eins og önnur banka- og útrásargengi keppst við að lýsa sakleysi sínu af öllum misgjörðum á bankaránsárunum og ekki síður einlægum áhuga sínum á því að aðstoða við að koma öllum upplýsingum um athafnir sínar upp á yfirborðið og að sjálfsögðu í þeim göfuga tilgangi að sanna sakleysi sitt af öllum áburði um ólöglegar aðgerðir.

Í þessu ljósi verður að teljast meira en undarlegt að þessir sömu aðilar skuli berjast með kjafti og klóm á öllum vígstöðvum gegn því að upplýsingar um þessar saklausu verk komist í hendur þeirra, sem eru að reyna að púsla saman heildarmynd af flóknu fyrirtækjaneti þessara manna, krosseignarhaldi þeirra og hver borgaði hverjum hvenær og fyrir hvað.

Sérstakur saksóknari hefur í tvö ár verið að reyna að ná heildarsýn á þessi flóknu mál og meðal annars reynt að afla upplýsinga erlendir frá, t.d. frá fyrrum miðju köngulóarvefjar þessara banka- og útrásargengja, Lúxemborg, en það tók þó meira en heilt ár að fá þær upplýsingar afhentar vegna mótspyrnu sömu aðila og allt þykjast vilja gera til að sanna sakleysi sitt. 

Í fréttinni kemur fram hverjir þetta eru aðallega, en þar segir m.a:  "Um er að ræða Ólaf Ólafsson og fjögur félög í hans eigu, Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrum forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrum starfandi stjórnarformann Kaupþings, og kaupsýslumennina Skúla Þorvaldsson, Egil Ágústsson og  Einar Bjarna Sigurðsson."

Blásaklaus banka- og útrásargengi berjast varla svona hatrammlega gegn því að upplýsingar um sakleysi þeirra komist upp á yfirborðið.


mbl.is Börðust gegn afhendingu gagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband