Gylfi, raðmannorðsníðingarnir á DV og bílarnir

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hugleiðir að stefna DV fyrir persónuníð og meiðyrði og er það í sjálfu sér engin frétt, að þeim raðmannorðsníðingum skuli stefnt fyrir slíkar sakir því enginn fjölmiðill hefur verið dæmdur jafn oft fyrir mannorðsníð, svo oft reyndar að enginn kippir sér upp við það lengur.

Athygli vekja hins vegar ummæli Gylfa um bílategundir, en um þær segir hann m.a:  "Ég íhuga það nú mjög alvarlega að stefna DV fyrir persónuníð og meiðyrði vegna þessarar fréttar um mína persónuhagi. Ég get alls ekki unað því að almenningi sé með svo óábyrgum hætti talið trú á að ég aki um á Toyota Land Cruiser jeppa þegar hið sanna er að ég hef lengi verið annálaður Nissan Patrol aðdáandi."

Sem sannur Toyotaunnandi verð ég að íhuga alvarlega að leita réttar míns gagnvart Gylfa, því með þessum orðum sínum gæti hann verið að verðfella átta ára gamlan Rav4 jeppling minn, því ekki er hægt að skilja orð hans á annan veg en þann, að Toyota bílar séu bara druslur í samanburði við Nissan.

Þar sem enginn tekur mark á DV eru litlar líkur til þess að umfjöllun þess blaðs um Gylfa verði honum til tjóns og í því ljósi verður að velta fyrir sér hvort álit Gylfa á jepplingstegundinni minni verði til nokkurs skaða, ef miðað er við það álit sem Gylfi hefur keppst við að ávinna sjálfum sér undanfarið.

En manni getur nú sárnað, þegar gert er lítið úr bílnum manns.


mbl.is Íhugar að stefna DV fyrir persónuníð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Ekki hefði ég nú mikinn áhuga á að borga miljónir fyrir jeppann hans Gylfa, en kannski finnst DV hann vera þess virði og sínir glöggt þekkingu þeirra á þessum hlutum..

Rafn Gíslason, 28.2.2011 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband