Horfir í aurana, en kastar krónunum

Atli Gíslason, þingmaður VG, vill skipa 25menningana, sem talið er að hafi fengið flest atkvæði í ólöglegu stjórnlagaþigskosningunum, í stjórnlagaráð sem á að verða ráðgefandi fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskránni. Skýringin er sú að Atli vill ekki eyða mörg hundruð milljónum króna í nýjar kosningar og einnig verðir hægt að spara háar fjárhæðir með því að nýta aðstöðu Alþingis í sumar fyrir fundi þessa ráðgjafaráðs.

Í fréttinni er hins vegar haft eftir Atla: "Tilgangurinn er að breyta stjórnarskránni og menn eru almennt um það að það þurfi að endurskoða stjórnarskrána. Sú vinna er 90-95% búin. Það liggja fyrir tillögur frá fyrri stjórnarskrárnefndum, bæði um auðlindirnar og sitthvað fleira. Það er hlutverk forsætaembættisins og eitt og annað sem þarf að skoða betur. Það er búið að vinna óhemju vinnu í stjórnarskrárbreytingum allt frá árinu 2001, ef ég man rétt. Síðan komu fram tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur og fleira á vorþingi 2009. Hugmyndir liggja fyrir að mjög miklu leyti. Það er hægt að moða úr þeim."

Ekki er ástæða til að rengja Atla með að 90-95% vinnunnar við endurskoðun stjórnarskrárinnar sé þegar búin og að aðeins sé eftir að ganga frá nokkrum atriðum, enda búið að vinna við þessar breytingar frá árinu 2001, ef Atli man rétt.  Með þessar staðreyndir í huga, er alveg með ólíkindum að nokkrum skyldi yfirleitt detta í hug að eyða hundruðum milljóna í stjórnlagaþing, sem síðan stendur til að breyta í stjórnlagaráð.

Þetta kallar maður að spara eyrinn en kasta krónunni.  Auðvitað var ekki við öðru að búast af þessari endemis klúðursstjórn, sem landið er svo ólánssamt að hafa hangandi yfir sér um þessar mundir. 


mbl.is Atli: Horfi bara í aurana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ja mér þykir Atli segja tíðindi.  Eiginlega búið að endurskoða stjórnarskrána og þá skal blásið til stjórnlagaþings, fyrir hundruðir milljóna.  Manni er nær að halda að Atli hafi talað af sér............. En það breytir því ekki að leikþættir Skjaldborgarleikhússins skipta orðið tugum, ef ekki hundruðum á ekki lengri ferli en tveimur árum.....

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.2.2011 kl. 01:05

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Ótrúlegt þegar stjórnmálamenn horfa í það að það kosti svo mikið að láta þjóðina kjósa.  Gaman væri að reikna ávöxtunina (það verður ekki síður verkefni komandi kynslóða) af því að kjósa í mars 2010.  Ef kosningar hafa einhvern tíma borgað sig þá voru það þær kosningar.

Jón Óskarsson, 26.2.2011 kl. 01:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Horfir í aurana, en kastar milljörðunum (sjá HÉR!).

Já, Axel Jóhann, þetta eru merkileg ummæli, þetta sem þú hefur hér feitletrað eftir Atla. Gerir hann þá ráð fyrir, að megnið af 25-menningunum sé í bandi hjá stjórnvöldum um að framkvæma þessa stefnu ÞEIRRA?

Jón Valur Jensson, 26.2.2011 kl. 01:32

4 identicon

já enn hvað er búið að ausa mörgum millum í þetta evrópu kjaftæði, og hvað er summan þá orðin há.

gisli (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband