Upp komast svik um síðir

Í tilraun til að blekkja þjóðina í sambandi við þrælasöluna til Breta og Hollendinga lét Steingrímur J. nýja Landsbankann (NBI hf.) gefa út skuldabréf í erlendum gjaldeyri til gamla Landsbankans, að upphæð 280 milljarða króna. Með þessum blekkingum á að telja fólki trú um að innheimtur gamla bankans verði betri, sem þessu nemur, og þar með þurfi íslenskir skattgreiðendur að þræla í mun skemmri tíma fyrir fjárkúgunarþjóðirnar, en ella hefði orðið.

Þar sem þessi upphæð var ekki í neinum takti við raunveruleikann er nú að koma í ljós, að nýji bankinn mun ekki geta greitt af þessu skuldabréfi á réttum tíma og alls ekki í erlendum gjaldeyri, eins og gert var ráð fyrir við útgáfu blekkingabréfsins.

Þannig eru þessi blekkingarviðskipti nú að koma í bakið á Steingrími J. og endar líklegast með því að hann verði að viðurkenna að raunverulegar endurheimtur í bú gamla Landsbankans verði miklu mun minni en hann hefur verið að reyna að blekkja þjóðina með undanfarið ár og að skattaþrælar Breta og Hollendinga verði að vera í ánauð þeirra a.m.k. einum áratug lengur en hann hefur sagt fram að þessu að þurfi.

Í þessu efni eins og öðru gildir gamla góða spakmælið: "Upp komast svik um síðir". Það ætti Steingrímur J. að hafa í huga í tilraunum sínum til blekkinga um upphæðina sem hann ætlast til að íslenskir skattaþrælar borgi.

Því miður trúa hinir ólíklegustu þingmenn vaðlinum úr Steingrími í þessu efni.


mbl.is Fær ekki nægan gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband