Skattar vegna Icesave

Nú stefnir allt í að Icesave III verði samþykkt á Alþingi fljótlega og ekki liggur fyrir hvort skattgreiðendur fái að eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu, um sína eigin sölu í skattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga til næstu áratuga.

Áður en þriðja og síðasta umræða um málið fer fram á Alþingi, en samkvæmt þingsköpum fer lítil umræða fram þá, heldur er aðallega um lokaatkvæðagreiðslu að ræða, þar sem umræðum um mál lýkur að mestu eða öllu leyti við umræðu númer tvö í þinginu, verður að upplýsa hvaða skattar verða hækkaðir eða fundnir upp til að hægt verði að borga fyrir þennan glæpsamlega rekstur Landsbankans.

Þrælar eru ekki réttháir allajafna, en í þessu tilfelli hljóta þeir að geta krafist þess að fá að sjá einhverja áætlun um hvaða skatta verða hækkaðir til að greiða fjárkúgunarkröfuna og hvort fyrir liggi áætlanir um nýja skatta, sem óhjákvæmilegt verður að leggja á til viðbótar til fjáröflunar fyrir erlendu kúgarana.

Varla getur verið að Alþingismenn ætli að samþykkja tuga eða hundraða milljarða skattaáþján á þjóðina í þágu erlendra ribbalda, án þess að fyrir liggi nákvæm áætlun um þær þrælabyrðar sem því munu fylgja.


mbl.is Allt að 2 milljónir á heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkissjóður áætlar að greiða 250 milljónir í bætur úr viðlaga- og bjargráðasjóði til bænda og annarra íbúa undir Eyjafjöllum sem urðu fyrir tjóni vegna öskunnar frá Eyjafjallajökulsgosinu

Krímer (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband