7.2.2011 | 08:24
Brandarinn um aukið lýðræði
Steingrímur J. Sigfússon, VG, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, segjast ekki styðja þjóðaratkvæði um Icesave III og Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, hefur ekki tekið endanlega afstöðu til slíks og ekki er vitað um afstöðu Sigmundar Davíðs, Framsóknarflokki, en Hreyfingin mun líklega vera hlynnt þjóðaratkvæði í þessu tilfelli.
Stjórnmálamenn hafa predikað undanfarin misseri að auka þurfi áhrif almennings á niðurstöðu einstakra mála og það verði best gert með því að vísa þeim til beinnar afgreiðslu kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þegar kemur síðan að stórmálum, sem full ástæða væri til að láta kjósendur ákveða sjálfa, þá heykjast stjórnmálamennirnir alltaf á þessu aukna lýðræði og telja að "sum mál" séu þess eðlis að ekki sé hægt að vísa þeim til þjóðarinnar til ákvörðunar.
Stjórnmálamenn vilja sem sagt ekki aukið lýðræði, nema í ræðum á hátíðar- og tyllidögum. Fólk skyldi ekki klappa fyrir slíkum yfirlýsingum framar, hleldur hlæja dátt og innilega, enda eru slíkir frasar hugsaðir áheyrendum til skemmtunar en ekki til að taka alvarlega.
Brandarinn er hins vegar strax orðinn svolítið þreyttur og hressist ekkert eftir því sem hann er sagður oftar.
Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mótum um þetta skýrar reglur í nýrri stjórnarskrá. Látum ekki svona mikilvæg mál í dóm stjórnmálamanna einna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.2.2011 kl. 08:45
Lesið bara okkar stjórnarskrá OG hvað þar er sagt um hagsmuni almennings sem ætið skuli fylgja , og þeir hafi rett til að hlutast um !! Þarf engu við að bæta .Bara fara eftir !!
ransý (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 13:34
Eru ekki skírar reglur um þetta í núverandi stjórnarskrá? það er að segja að skuldsetja þjóðina það mikið að það hafi áhrif á kjör almennings? En það er kannski ekki átt við alþingi í heild ? þetta er óþolandi þetta kjaftæði um lýðræðið, það er ekkert og hefur aldrei verið, en fólki hefur verið talin trú um að það væri bullandi lýðræði hér.
Eyjólfur G Svavarsson, 7.2.2011 kl. 13:46
Komið þið sæl !
Axel Jóhann !
Hyggist þú; sjálfur vilja marktækur vera, ætla ég, að þú hafir þegar sagt þig frá þessarri flokks ómynd (D lista), sem; í öngvu er frábrugðinn hinum skriflunum, þegar á hefir reynt, ágæti drengur.
Annars; er greinarstúfur þinn - markleysa ein, sem flím, nokkurt.
Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 15:03
Það er verst að maður hlær ekki lengi, því maður er orðinn svo dauðþreyttur og sorgmæddur að hafa þetta rugl fyrir sér, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.
Þess utan verð ég að viðurkenna að mér finnst afstaða formanns Sjálfstæðisflokksins mjög ábyrg sem slík. Loksins virðist hann gera eitthvað sjálfur og lætur ekki flokkinn stýra sér.
Bergljót Gunnarsdóttir, 7.2.2011 kl. 15:10
Steingrímur J. sagði að Icesave hentaði ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu frekar en mál sem höfðu með fjármál að gera. Ef þessi maður hefði fengið að ráða ásamt Jóhönnu væri íslenska þjóðin tæknilega gjaldþrota núna.
Sigurður I B Guðmundsson, 7.2.2011 kl. 19:50
Komið þið sæl; að nýju !
Sigurður I B !
Þér; að segja, er Ísland,, nú þegar, gjaldþrota.
Það hefir enginn; af þessum stjórnmála luðrum, þorað að opinbera þann illa sannleik, ennþá.
Veltu bara fyrir þér; skerðingar, sem niðurskurð, á öllum mögulegum sviðum - á hverjum; fyrir endann sér, hvergi, ágæti drengur.
Við skulum ekki; ganga að neinu gruflandi, í þeim efnum.
Hyggilegast er; fyrir hvern þann, sem tök hefir á, að koma sér af landi brott, sem skjótast - aðra leiðina; vel, að merkja.
Nema; til komi alls herjar bylting, gegn niðurrifs öflunum, aftur á móti.
En; hana þyrfti að hefja, nú þegar.
Með; þeim sömu kveðjum - og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.