Verðmæt kjörbréf með mikið söfnunargildi

Þrátt fyrir kærur til Hæstaréttar um meint ólögmæti Stjórnlagaþingskosninganna hélt Landskjörstjórn og aðrir í kerfinu áfram undirbúningi fyrir þingið, gefin voru út kjörbréf, húsnæði leigt undir þingið, ráðið starfsfólk og húsnæði undir það og með þessu var Hæstiréttur algerlega sniðgenginn og látið eins og niðurstaða hans gæti aldrei orðið nema á þann veg að blessa framkvæmdina, eða að ekkert mark yrði tekið á honum ella.

Eftir að Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn um ólögmæti kosninganna og þar með að enginn hefði þar með hlotið kosningu og því yrði ekkert Stjórnlagaþing haldið á grundvelli þess sex hundruð milljóna króna kostnaðar, sem bramboltið í kringum kosningarnar og fyrirhugað þinghald hafa kostað þjóðina.

Margir frambjóðendur höfðu eytt talsverðum tíma, fé og fyrirhöfn í kosningabaráttu sína og einhverjir hinna tuttuguogfimm sem héldu að þeir yrðu ráðgjafar Alþingis í stjórnarskrármálefnum næstu vikur og mánuði, höfðu gert ýmsar ráðstafanir varðandi vinnu og sumir frestað námi til að geta tekið í þessu fyrirhugaða þinghaldi.

Það eina góða fyrir þessa tuttuguogfimmmenninga er, að kjörbréfin sem gefin höfðu verið út og þeim afhent vegna þingsins og eru nú orðin ógild, verða verðmætir minjagripir í framtíðinni, því fjöldi manna vítt og breitt um heiminn verður vafalaust reiðubúinn til að greiða stórfé fyrir þessi einstöku og sjaldgæfu bréf, sem vitna um mesta kosningaklúður á vesturlöndum í samanlagðri sögu lýðræðis og almennra kosninga.

Nú er eins gott að kjörbréfin hafi ekki verið brotin saman, en hafi það verið gert er rétt að strauja þau strax og koma þeim í þjófhelda geymslu, því söfnunargildi þeirra er mikið og þau munu ekkert gera í framtíðinni annað en að verða sífellt verðmeiri.


mbl.is Útsend kjörbréf teljast ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við getum prísað okkur sæl. Það er misjafn sauður í mörg fé. Flestir fulltrúar eru gott og gáfað fólk, en inn á milli var að minnsta kosti einn stórhættulegur, alvarlega heilaþveginn, hugsunarlaus og heilabilaður landráðamaður...Pössum betur valið næst.

Vöndum valið. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband