Er kerfið fyrir sjúklinga eða starfsfólk?

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, ávarpaði málþing Félags fagfólks um endurhæfingu í dag og sagði þar m.a:

"Við eigum öflugar stofnanir sem sinna endurhæfingu þar sem mikil þekking hefur byggst upp í gegnum árin. Margir aðilar koma að endurhæfingarstarfi og gera það vel, en meginvandinn hefur falist í múrum milli kerfa, togstreitu og skorti á samfelldri þjónustu við notendur. Nú höfum við tækifæri til að brjóta niður múrana og byggja up heildstætt kerfi í þágu þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda, hvaða ástæður sem liggja að baki."

Hvort skyldi svona ruglkerfi, sem felst í múrum, togstreytu og skorti á þjónustu við notendur, hafa þróast í takt við þarfir sjúklinga, slasaðs fólks og annarra sem þurft hafa á endurhæfingu að halda, eða smákóngaveldis opinberra starfsmanna sem tröllríður öllu kerfinu og gerir það óskilvirkara og margfalt dýrara en það þyrfti að vera.

Er ekki kominn tími til að stokka upp í öllu kerfinu, ekki eingöngu heilbrigðiskerfinu? 

 


mbl.is Byggja þarf upp endurhæfingarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Vissulega er þörf að stokka upp víðar í kerfinu. Margir lenda á milli kerfa, þar sem allir hafna viðkomandi og hans sjúkdómum.

 þess vegna er svo nauðsynlegt að hafa vandaða og fjölhæfa endurhæfingu á einum stað!

 Endurhæfing og sjúkraþjálfun er gríðarlega fyrirbyggjandi og grunnforsenda sparnaðar í heilbrigðis-kerfinu, og hverrar krónu virði þótt aukið fjármagn úr ríkissjóði okkar landsmanna færi í slíkt. Ekki síst á svona erfiðum tímum, þegar ungu fólki hefur verið hent út í djúpu laug svikakerfisins. Eftir ofverndun vanhæfis-skólakerfis síðustu áratuga. Ekkert barn mátti taka ábyrgð og vera það sjálft og öll mótuð í ósjálfstæðis-form (þannig er það reyndar enn, því miður).

 það er í flestum tilfellum goðsögn að fólk vilji vera á örorku-bótum, og staðreynd að það fær í mörgum tilfellum ekki rétta sjúkdóms-greiningu, læknishjálp og endurhæfingu til að geta unnið.

 Sérfræðilæknar þurfa að sinna sínum skyldum betur að þessu leyti. þeir borga líka skatta og ættu að sjá sér hag í að vanda til verka, og ekki síst vegna sinnar siðferðilegu, eiðsvörnu skyldu til að lækna fólk. 

 Guðbjartur Hannesson er sá ráðherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Og ég treysti honum mjög vel til að sinna því. Hann er mannúðlegur, rökfastur og víðsýnn.

 það er alltof margt fólk á örorkubótum vegna þess að sumir sérfræðingar í læknastéttinni afskrifa vinnugetu fólks vegna sinnar greiningar-vanhæfni, í staðinn fyrir að veita fólki rétta sjúkdómsgreiningu og senda það í víðtæka endurhæfingu.

 það er dýrt að vanrækja greiningu á sjúklingum. Óvinnufærni, depurð og jafnvel þunglyndi fylgja því að geta ekki verið fullgildur þjóðfélagsþegn (því fylgir oft spítala og lyfjakostnaður). það kostar niðurgreiðslu lyfja af skattborgurunum (lyfjamafían græðir á því).

 Inngrip vegna slits (liðskipti-aðgerðir) í líkamann skemma alltaf eitthvað og hætta á fleiri sjúkdómum í kjölfarið.

 Endurhæfingu þarf fólk einnig eftir slíka aðgerð (fyrirbyggjandi sjúkraþjálfun borgar sig betur).

 Skattborgarar þessa lands bera kosnaðinn af allri vísinda-lækna-vanrækslu!

 Fólk sem er óvinnufært af ýmsum ólíkum ástæðum hefur ekki heilsu til að þvælast á milli stofnana sem segja að það fái ekki hjálp nema fara á endalausan flæking í stofnana-kerfis-völundarhúsinu, og skilji í botn allt sem ruglaða kerfið fyrirskipar ef það ætlist til að fá hjálp! Margir gefast upp í því ferli.

 Það vísar hver stofnunin á aðra og fólk hefur hvorki heilsu né pening í slíkt rugl þegar það er sjúkt. Á Íslandi þarf nefnilega mjög góða heilsu til að finna stofnanir og hjálp við veikindunum, og nánast ógerningur ef fólk er ekki víðlesið í kerfis-fræðunum?

 M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2011 kl. 23:18

2 identicon

Ég er mjög sammála ykkur báðum.Þörf er á einföldun á kerfinu til að nýta betur þá peninga sem í boði eru.Reyndar finnst mér alls ekki rétt að skera fjármagnið niður þegar kemur að heilbrigðiskerfinu eins og búið er að gera .Það er þörf á því öllu.Það hefur færst í vöxt víða erlendis að ná fram hagræðingu með því að einkavæða að einhverju leyti þjónustuna þ.e. að skilgreina þörfina og bjóða hana síðan út til ákveðins tíma .Oft næst meiri hagræðing og nýting á fjármunum en með opinberri styringu.Að sjálfsögðu þarf að setja bjóðendum skorður um það að virða kjarasamninga og önnur lög og reglugerðir til að koma í veg fyrir gerfiverktöku og annan bananarekstur.En það er alveg bóg að einn aðili sinni málefnum þar sem ekki er þörf á fleirum,

josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband