Ennþá á hestvagnastiginu

Þjóðir fóru að skipa sendiherra hver hjá annarri fyrir nokkur hundruð árum síðan, enda ekki hægt að fylgjast með því hvað væri að gerast og gerjast hjá hinum, án þess að hafa fólk á staðnum til að fylgjast með á æðstu stöðum.

Þegar eitthvað gerðist, sem sendiherranum þótti merkilegt og þar með þess virði að senda upplýsingar um til heimalandsins, var sendiboði gerður út með fréttirnar og var daga og vikur á leiðinni með skilaboðin, enda samgöngur með því móti að notast þurfti við hesta til að komast ferða sinna á landi og seglskipa til að komast yfir höfin.

Sendiherrar nútímans eru því eins og hver önnur nátttröll og algerlega úrelt fyrirbæri, algerlega óþörf og ekkert annað en rándýrt snobb og sendiráðin aðallega orðin snobbaður bitlingur fyrir vini og vandamenn utanríkisráðherrans hverju sinni, eða afdankaða pólitíkusa, sem losna þarf við á fljótlegan og auðveldan hátt.

Með samgöngum nútímans og síma- og tölvutækninni urðu störf sendiherranna algerlega óþörf, enda berast allar upplýsingar heimshorna á milli, nánast á sömu mínútu og hlutirnir gerast og hægt að fylgjast með öllum fréttum af því sem gerist í heiminum heima hjá sér og meira að segja í utanríkisráðuneytinu.

Með breyttum heimi á auðvitað að leggja staðbundnu sendiráðin niður og láta starfsmenn utanríkisráðuneytisins um sambandið við yfirvöld annarra þjóða og dygði að senda erindreka af og til, til annarra landa vilji ráðherrann spyrja einhverra frétta, sem ekki rata beint í fjölmiðla umsvifalaust.

Sóunina kringum utanríkismálin ætti að stoppa strax.


mbl.is Afhjúpar tilgangsleysi sendiráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband