Reðursafnið stendur loksins fyrir sínu

Sigurður Hjartarson, safnstjóri Reðursafnsins á Húsavík hefur beðið lengi eftir eftir því að fullkomna safn sitt með reðursýnishorni af hverri einustu dýrategund, sem á Íslandi þrífst og jafnvel fleiri skepnum annarsstaðar frá.

Fyrir margt löngu var safninu ánafnaður mannsreður og nú herma fregnir að safninu hafi loksins áskotnast sá gripur og því sé safnið nánast að verða fullkomið.  Ekki hefur þó komið fram hvernig þessi nýjasti safngripur verður sýndur, en nokkuð víst er að hann mun vekja mikla athygli og auka aðsókn að safninu til mikilla muna.

"Reðurtúrismi" mun vafalaust ryðja sér til rúms þegar þessi safngripur kemst í heimsfréttirnar, því þetta mun þykja merkilegur safngripur, jafnvel þó gripurinn sjálfur sé áreiðanlega ekkert merkilegri en aðrir slíkir og því verður vafalaust mikil aukning að safninu á næstu árum.

Eins og myndin sem fylgir áfastri frétt, þá mun þessi nýjasti safngripur þó ekki komast í deildina sem hýsir stærstu safngripina.  Sá nýji myndi þykja hálfómerkilegur ef honum yrði stillt upp við hliðina á þessum sem Sigurður hefur stillt sér upp með.


mbl.is Reðursafnið fær nýjan grip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er gott að búa á Húsavík, eða þannig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband