Atvinnubótavinna með svikum og bellibrögðum

Samgönguráðherra boðar vegaframkvæmdir fyrir sex milljarða króna á næstu fjórum árum, sem fjármagnaðar verða með veggjöldum og segir ráðherrann að vegtollarnir séu alger grunnforsenda þess að ráðist verði í framkvæmdirnar, án gjaldanna verði ekkert unnið í vegagerð í nágrenni Reykjavíkur.

Svo langt gengur þetta skattabrjálæði, að áætlað er að íbúar eins af hverfum Reykjavíkur verði skattlagðir um leið og þeir fara út úr hverfinu til að sækja skóla, vinnu eða þjónustu borgarinnar, en lítið er um þjónustuútibú borgarstofnana á Kjalarnesi og meira að segja þarf að sækja nánast alla verslun út fyrir hverfið og því mun þessi skattur verða nokkurs konar ábót á aðra matarskatta fyrir þá sem þarna búa.

Skattleggja á hvern einasta kílómetra á öllum vegum í nágrenni Reykjavíkur um sjö krónur á kílómetra með þeirri röksemd að ekki sé óeðlilegt að þeir sem noti vegina greiði sérstaklega fyrir þá notkun.  Það er í sjálfu sér ekki órökrétt, nema ef ekki væri fyrir þá staðreynd að bifreiðaeigendur leggja fé í vegaframkvæmdir í hvert einasta skipti sem þeir setja eldsneyti á bifreiðar sínar, kaupa dekk undir þær og greiða bifreiðagjöldin, því stór hluti þeirrar skattheimtu allrar á að ganga til nýbygginga vega og viðhalds þeirra.

Með því að "stela" þeim peningum  sem innheimtir eru til vegagerðar með venjulegri skattheimtu í þeim tilgangi og ætla síðan að leggja á nýja vegaskatta er vægast sagt ósvífin aðgerð af hálfu ríkisstjórnarinnar og er þó ekki úr háum söðli að detta í þeim efnum hjá þessari ömurlegu ríkisstjórn.

Ögmundur segir að ekkert verði af framkvæmdunum, nema með nýrri skattheimtu.  Landsmenn hljóta að afþakka þessa atvinnubótavinnu, sem fyrirhugað er að fjármagna með tvöfaldri skattheimtu.

Ráðherrum á ekki að líðast að þykjast vera að gera sérstakt átak í atvinnu- og vegamálum með svona svikum og bellibrögðum. 


mbl.is Veggjöld milli hverfa í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem íbúi í Rangárþingi er ég að upplifa það að fá e.t.v. 5 tollahlið á mig á leiðinni í bæinn. Bara svo hægt sé að laga veginn. Hélt mig og alla nú vera að borga eldsneytistolla til vegagerðar sem reka eiga og endurbæta vegakerfið, svo og þungaskattur o.fl. Og ekki bara það, heldur meira í heildinaen það sem rennur til vegagerðar.

Það væri eftir öðru að traffíkin minnki, og þá þyrfti að hækka gjöldin enn frekar, svo og að systemið yrði það dýrt að það myndi ekki standa undir sér. Svona eins og þegar hitaveitan hækkaði vatnið vegna hlýinda.

Meira djöfuls ruglið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 11:20

2 identicon

Ætli AGS hafi ekki stungið uppá þessari vitleysu ?

Trúi ekki að nokkur íslendingur sé svo heimskur að láta sér detta þetta í hug.

Eða hvað ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband