Upplýsingalög í stað Wikileaks

Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til endurnýjunar á upplýsingalögum opinberra fyrirtækja og stofnana, þannig að framvegis nái lögin yfir fyrirtæki sem eru a.m.k. eru að þrem fjórðu hlutum í eigu hins opinbera.  Mun upplýsingaskyldan því ná til fyrirtækja eins og opinberu orkufyrtirtækjanna, en af einhverjum ástæðum eiga lögin ekki að ná til allra fyrirtækja og stofnana.

Lögin eiga ekki að ná til Ríkisútvarpsins, skóla, bókasafna, skjalasafna, rannsóknastofnana og ekki heldurl menningarstofnana.  Einnig er tekið fram að breytingarnar á lögunum feli ekki í sér að allar upplýsingar verði sjálfkrafa aðgengilegar almenningi.  Áfram verður byggt á þeirri reglu að vegna samkeppnishagsmuna sé heimilt að undanþiggja ýmsar upplýsingar aðgangsrétti almennings.   Að langstærstum hluta verða takmarkanir á upplýsingarétti almennings óbreyttar frá gildandi lögum. 

Að mörgu leyti eru þetta jákvæðar breytingar sem boðaðar eru á upplýsingalögunum, en þó ganga þær allt of skammt og fjöldi stofnana og fyrirtækja verða áfram lokaðar hvað upplýsingagjöf varðar og er það algerlega óviðunandi.

Í lýðræðisríkjum á öll stjórnsýsla að vera eins opin og mögulegt er, nánast ekkert annað en öryggismál og annað slíkt ætti að vera sveipað einhverjum leyndarhjúp, en þó ekki svo miklum að mögulegt sé að vinna einhver myrkraverk í skjóli leyndarinnar.  Vegna slíkra mála ætti að setja á stofn sérstaka eftirlitsnefnd, sem hefði það hlutverk að sjá til þess að öll slík atriði séu innan laga og reglna.

Með opnari og bættri stjórnsýslu lýðræðisríkja og aflagningu óþarfa leyndar verður almenningur landanna vel upplýstur um gang mála, án þess að upplýsingaþjófar og samverkamenn þeirra, eins og Wikileaks, vaði uppi og brjótist inn í tölvukerfi fyrirtækja, stofnana og ríkja og steli jafnvel upplýsingum, sem viðkvæmar eru, t.d. vegna öryggissjónarmiða eða samkeppnismála.


mbl.is Upplýsingalög ná til ohf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband