Engan skattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga

Það er og hefur verið kýrskýrt að tilskipun ESB um tryggingasjóði innistæueigenda og fjárfesta og því algerlega óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld skuli nokkurn tíma hafa svo mikið sem hugleitt að ganga að kröfum fjárkúgaranna Bresku og Hollensku um að gera Íslendinga að skattaþrælum erlendra ofstopaþjóða vegna skulda íslenskra einkabanka og þeirra fjárglæframanna sem þá áttu og stjórnuðu.

Steingrímur J. samþykkti og ætlaði að troða samningi Svavars Gestssonar, sem ekki nennti að hanga yfir málinu, óséðum ofan í kok þings og þjóðar í júnímánuði 2009, en vegna mikillar baráttu stjórnarandstöðunnar tókst að setja svo stranga fyrirvara við staðfestingu Alþingis á samningnum, að kúgararnir erlendu samþykktu þá ekki fyrir sitt leyti.  Steingrímur J. ætlaði að enn að lúffa fyrir yfirgnginum og þröngvaði breytingum, sem felldu alla fyrirvara úr gildi, í gegnum Alþingi en til allrar lukku neitaði þá forsetinn að veita lögunum staðfestingar og því gafst skattgreiðendum tækifæri til að losa sig undan áþjáninni í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars s.l.

Forsetinn verður að neita staðfestingar á hverri einastu tilraun Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar til að selja þjóðina í skattaánauð fyrir erlenda kúgara, því þjóðin á ekki að borga, vill ekki borga og ætlar ekki að borga kröfur sem henni koma nákvæmlega ekkert við.

Vonandi sér Steingrímur J. að sér og hættir að vinna gegn sinni eigin þjóð í þágu Breta og Hollendinga.


mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samkvæmt Stjórnarskránni er forsetinn umboðsmaður almennings. Sem betur fer höfum við núna mann í embætti sem skilur stjórnskipun landsins og stendur því með þjóðinni, gegn innlendum valda-aðli. Nýgjustu yfirlýsingar forsetans gefa fólki vonir um að atlögu Icesave-stjórnarinnar verði hrundið.

 

Ekki má þó sofna á verðinum, því að Sossarnir hafa áform um að veikja fullveldi lýðsins. Ætlun þeirra er að útvatna svo ákvæði Stjórnarskrárinnar, að hún gagnist almenningi ekki til varnar. Þessu verða menn að svara og staðfesta að fullveldið er í höndum almennings, en ekki Alþingis. Ekki má gefa færi á að auka vald Alþingis. Hafna verður þeirri oftúlkun, að þingræði merki meira en að Alþingi ræður lagasetningu og eftirliti með ráðherrunum.

 

Fullveldi merkir endanlegt og ótakmarkað vald til að ráða stjórn landsins. Stjórnskipulag landsins nefnist lýðveldi, vegna þess að fullveldið er hjá lýðnum. Í konungsveldi er fullveldið hjá konungnum. Þeir sem neita að skilja svona einfaldar skilgreiningar ættu að fara í heila-rannsókn. Nokkrar staðreyndir varðandi stjórnskipun Íslands:

 

 
  1. Fullveldið er hjá þjóðinni og þess vegna nefnist stjórnskipunin lýðveldi.
  2. Forsetinn er umboðsmaður þjóðarinnar.
  3. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn.
  4. Alþingi ræður lagasetningu, innan ramma Stjórnarskrárinnar og hefur eftirlit með störfum ráðherra. Í þessu er þingræðið fólgið og ekkert umfram það. Að ríkisstjórn er þingbundin merkir að hún er bundin af ákvörðum Alþingis, í formi lagasetninga.
  5. Sem fullveldishafi er lýðurinn með endanlegt og ótakmarkað vald til að breyta eða stöðva ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórnar. Þjóðin og umboðsmaður hennar forsetinn geta í öllum tilvikum stöðvað lagafrumvörp og aðra gerninga ríkisstjórna, meðal annars ólöglega samninga eins og Icesave-kúgunina.
  6. Til að staðfesta vilja þjóðarinnar, er þjóðaratkvæði eina leiðin. Þetta gildir ekki bara um lög frá Alþingi, heldur ekki síður um breytingar á Stjórnarskránni.
  7. Þjóðin getur ákveðið að gjaldmiðill þjóðarinnar skuli vera alvöru gjaldmiðill, sem merkir að hann er ávísun á alvöru verðmæti. Í þessu samhengi eru einu alvöru verðmætin gull eða alþjóðlegir gjaldmiðlar. Þetta skipulag gjaldmiðilsins verður að festa í Stjórnarskránni.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2010 kl. 14:46

2 identicon

Við höfum sem betur fer forseta sem getur, vill og þorir.

Serafina (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Af hverju eru fyrirverandi eigendur Landsbankans og yfirmenn bankans, þeir sem stofnuðu þessa Icesave reikninga erlendis ekki látnir bera ábyrgð? Hvar eru allir peningarnir sem var lagt inn á þessa reikninga? Af hverju ganga þessir menn enn lausir? Gæti þetta gerst í einhverju öðru landi en Íslandi?

Sigurður I B Guðmundsson, 26.11.2010 kl. 16:43

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Fólkið í landinu veit að þessi svokallaði samningur er og verður ólöglegur gagnvart þjóðinni,

þá segir það okkur að á þingi eru þeir sem vilja og tala um að það þurfi að greiða breskum og hollendingum vegna þjófnaðar eigenda bankana,Eru þjóðar skömm allir sem einn þeir eiga ekki að tala einisinni um þennan gjörning heldur eiga eigendur bankanna að vera í fangelsi,Þann tíma sem eynka vinir þjófana (Jóhanna og steingrímur) hafa verið að sýsla við að koma þessum gjörningi á þjóðina væri nógur til að koma þjóðarskútunni og fólki í vinnu en það er ekki þeirra vilji Valdníðsla er þeirra ær og kýr. 

Jón Sveinsson, 26.11.2010 kl. 17:11

5 identicon

Ég greiði ALDREI gjaldþrot mannsins í næsta húsi !

 Þjóðin mun ALDREI greiða Icesave !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband