Klára skuldamálin og snúa sér að atvinnunni

Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórnin hafa dregið skuldara landsins á asnaeyrunum mánuðum saman og látið eins og von sé á einhverjum aðgerðum fyrir alla, hvar sem þeir standa í sínum skuldavanda, allt frá því að vera gjaldþrota til þess að vera í góðum málum með sínar skuldir.

Undir tunnuslætti á Austurvelli í Októberbyrjun lofaði Jóhanna að farið yrði í almenna niðurfærslu allra húsnæðisskulda, þó hún hefði áður sagt að slíkt væri ekki mögulegt og nú þegar hæfilegur tími er liðinn frá tunnubarsmíðunum hefur hún snúist í heilhring í málinu og segir að ekki verði hægt að gera "allt fyrir alla".  Hefði hún haldið sig við þær staðreyndir frá upphafi væri örugglega miklu lengra komið með aðgerðir fyrir þá, sem virkilega þurfa á aðstoð að halda, enda hafa aðrir haldið sínu striki, en haldið áfram að heimta þann happadrættisvinning sem almenn skuldaniðurfærsla yrði fyrir flesta.

Nú er kominn tími til að blekkingunum verði hætt og ríkisstjórnin snúi sér að því að leysa úr þeim skuldamálum sem brýnust eru, en það eru auðvitað mál þeirra sem gjaldþrot blasir við og komi þeirra málum í það horf, að stilla greiðslur þeirra af, miðað við greiðslugetu og hætta að lofa öðrum einhverri aðstoð, því allir hljóta nú að sjá, að hvorki er vilji eða geta til að gera nokkuð fyrir aðra, enda ekki ástæða til að bjarga þeim, sem geta bjargað sér sjálfir.

Þessi mál veður ríkisstjórnin að afgreiða út af borðinu í eitt skipti fyrir öll, hætta blekkingum og snúa sér að því sem brýnast er fyrir þjóðarbúið, en það eru atvinnumálin.  Ryðja verður úr vegi öllum hindrunum fyrir hvers konar atvinnuuppbyggingu, hvort sem það er í stóriðju, nýsköpunarverkefnum, smáfyrirtækjum hverskonar og hverju því sem mögulegt er að styðja við að koma í gang, því hvert nýtt starf í verðmætasköpun mun leiða þjóðina eitt skref út úr kreppunni.

Lágmarkskrafa er að gefin verði út tilkynning í eitt skipti fyrir öll um að fólk geti hætt að reikna með almennum skuldaniðurfellingum og að "allt verði gert fyrir alla". 


mbl.is Veltu upp ýmsum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held að vandamálið sé mun stærra og staðan alvarlegri en menn vilja viðurkenna. Bankarnir voru endurreistir á fölskum forsendum og svigrúmið var notað til að fella niður skuldir útrásarvíkinga og kvótagreifa. Núna er ekki lengur hægt að hjálpa skuldsettum heimilum sem mun leiða til fjöldagjaldþrota, landflótta og annarrar bankakreppu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.11.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband