13.11.2010 | 21:54
Engin lög í næstu viku eða þarnæstu?
Árni Páll hefur nánast í hverri viku í tæpt ár boðað að frumvarp til laga vegna skuldavanda heimilanna verði lagt fram "eftir helgi", þegar búið yrði að "útfæra" tillögurnar nánar. Síðan hefur hver helgin liðið af annarri án þess að frumvarpið hafi séð dagsins ljós, enda mikið mál að "útfæra" tillögurnar.
Öllum að óvörum var boðað nú fyrir helgi, að "eftir helgi" myndi Árni Páll mæla fyrir frumvarpi til laga um jafna meðferð allra gegnisbundinna lána, sem og erlendra lána, þ.e. að öll slík lán, hvernig sem lánapappírar hljóðuðu, skyldu meðhöndlast á sama hátt og þau gengistryggðu bílalán sem dómar hafa fallið um hvernig skuli endurreikna.
Loksins þegar útlit var fyrir að sjá myndi fyrir endann á strögglinu um þessa tegund lána og ágætis frumvarp komið fram, þá sprettur fram úr fylgsni sínu lögfræðingur smælingjanna, Ragnar Aðalsteinsson, og hótar hverri þeirri lánastofnun málsókn og tugmilljarða skaðabótakröfum, sem dirfist að ámálga skaðleysi gagnvart ríkissjóði vegna lagasetningarinnar.
Þar með hefur Ragnar séð til þess að þetta frumvarp verður ekki að lögum "eftir helgi", ekki "í næstu viku" og ekki í þeirri þarnæstu. Líklega verður það aldrei að lögum fyrst þessar málssóknir svífa yfir vötnunum og því munu margir mánuðir líða þar til einhver niðurstaða fæst vegna þessa.
Líklega verður eina leiðin sú, að fara þurfi fyrir dómstóla með hverja einustu gerð lásskjalanna, sem koma við þessa sögu, en vegna mismunandi orðalags þarf líklegast að stefna vegna hverrar einustu tegundar og það mun taka mánuði og ár að fá niðurstöðu í öllu því málaflóði.
Ragnar Aðalsteinsson og kollegar hans í lögfræðingastétt munu fá ærin starfa við öll þau málaferli og þurfa ekki að kvíða verkefnaskorti á næstu árum.
Bankar veita ekki skaðleysisyfirlýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sælir þeir passa uppá að hafa ærið nóg að gera það eitt er víst!
Sigurður Haraldsson, 14.11.2010 kl. 05:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.