Tveir "viðræðurammar" um ESB?

Evrópuvaktin hefur komist á snoðir um að Utanríkisráðuneytið og ESB virðast vera að ræða um sitt hvorn hlutinn vegna aðlögunar Íslands að regluverki ESB, en fullkomin aðlögun að því er ófrávíkjanlegt skilyrði, sem lönd verða að uppfylla frá því að aðildarviðræður eru samþykktar af ESB og þangað til samningur um innlimun viðkomandi lands í sambandið er endanlega samþykktur af aðildarríkjum stórríkisins, væntanlega.

Utanríkisráðuneytið þykist geta rætt við ESB á sínum forsendum, jafnvel þó ESB fari eftir sínum eigin reglum og skilyrðum um aðlögunarferli að sambandinu, eða eins og segir í fréttinni:  "„Íslensk stjórnvöld „leggi upp sína afstöðu“ eins og ráðuneytið orðar það óháð viðræðuramma Evrópusambandsins. Afstaða Íslands byggist á þeim „ramma sem lagður var með áliti meirihluta utanríkismálanefndar alþingis“ segir í svari utanríkisráðuneytisins til Evrópuvaktarinnar við spurningum um misræmi sem fram hefur komið í afstöðu íslenskra yfirvalda annars vegar og ESB hins vegar um efni aðlögunarviðræðnanna við Ísland."

Dettur Össuri í hug að nokkur einasti maður trúi honum, þegar hann þykist ekki þurfa að fara eftir lögum og reglum ESB í samskiptum sínum við sambandið sjálft?  Heldur hann virkilega að Íslendingar séu svo nautheimskir, að þeir sjái ekki í gegn um svona blekkingarleik?  Ekki er virðing ráðherrans fyrir löndum sínum mikil, ef hann telur sig geta haldið þessu að þjóðinni til lengdar, án þess að lygarnar uppgötvist.

Rétt er að leggja áherslu á, að þetta blogg er ritað í sínum eigin viðræðuramma.


mbl.is Hafa ekki fallist á viðræðuramma ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband