3.11.2010 | 11:39
Eymd til margra áratuga?
Ríkisstjórnin hefur marg lýst því yfir að efnahagsbati á Íslandi hafi tekið algerum stakkaskiptum undanfarið og mikill skriður sé kominn á hagvöxt og þessi umskipti séu algert kraftaverk og gagnrýni á verk ríkisstjórnarinnar stafi annað hvort af misskilningi, vanþekkingu eða hreinni illmennsku.
Í Peningamálum seðlabankans eru jafnan gerðar hagspár og þó þær hafi í sjálfu sér ekki verið glæsilegar, hafa þær þó reiknað með batnandi efnahag og hefur hann átt að batna á hverjum ársfjórðungi allt þetta ár, en svo gerist það aldrei vegna hatrammrar baráttu ríkisstjórnarinnar gegn allri atvinnuuppbyggingu, aukningu verðmætasköpunar og minnkun atvinnuleysisins.
Í vaxtalækkunarfréttinni segir m.a: "Samkvæmt spánni sem birt er í Peningamálum í dag, verður þróttur innlends efnahagslífs í ár og á næsta ári heldur minni en Seðlabankinn spáði í ágúst." Jafnvel tveggja mánaða gömul efnahagsspá seðlabankans var of bjartsýn og því orðin úrelt, vegna þess ástands sem ríkisstjórnin vill viðhalda og gera verra með öllum ráðum.
"Norræna velferðarstjórnin" er helsta böl þjóðarinnar um þessar mundir og er þá ekki eingöngu átt við efnahagsmálin, heldur drepur hún niður allan þrótt, lífs- og baráttuvilja þjóðarinnar og ef henni tekst það að fullu, verður hér varanleg eymd til margra áratuga.
Enn svigrúm til vaxtalækkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt Axel, þetta er farið að minna óþægilega á áróður gömlu Sovétríkjanna þar sem allir kommunistaflokkar í Evrópu og flokkar tengdir þeim eins og alþýðubandalagið fengu skipanir um að dásama efnahagsundrið í austri þar sem fólk fór hlægjandi og syngjandi til vinnu og allir unnu að hag heildarinnar.
Allir vissu að þetta var lýgi og að fólk var hneppt í þrældóm hagkerfis sem engu skilaði nema bílífi forystunnar og vopnum, almenningur var eins og gráar vofur sem annað hvort var í fangelsi eða átti varla til hníf né skeiðar.
Falsaðar tölur um hagvöxt og hátt atvinnu- og framleiðslustig voru dásamaðar af þessum flokkum í vestrinu og það þrátt fyrir að kommunistaleiðtogar í vestur Evrópu vissu hvernig ástandið var.
Nú eru margir þessara manna komnir í Sosíallistaflokka og Samfylkingar sinna landa og gera það sem þeir kunna best að leiða lýðinn áfram á asnaeyrunum með hálf eða heilum lygum.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.