Er Össur að reyna nýja stjórnarmyndun?

Þó Össuri Skarphéðinssyni þyki útkoma skoðanakönnunar um fylgi Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar verri en hundsbit, ber hann sig mannalega og telur bitið ekki skaða flokkinn og stjórnina meira en svo, að hún verði gróin sára sinna áður en langt um líður, eða strax og kjósendur öðlast skilning á verkum ráðherranna, sem að vísu hafi verið tóm misstök fram að þessu, en góður vilji til sé til að bæta úr af þeirra hálfu, ef hægt verður að fá góðar hugmyndir að láni einhversstaðar frá.

Þó virðist öryggi Össurar með lengra líf ríkisstjórnarinnar ekki meira en svo, að hann er farinn að daðra við Sjálfstæðisflokkinn um nýtt stjórnarsamstarf og er nú farinn að hæla flokknum og málflutningi hans á hvert reipi, en fram að þessu hefur hvorki Össur né aðrir í stjórnarflokkunum nokkuð viljað hafa með tillögur Sjálfstæðisflokksins að gera, hversu góðar og skynsamlegar þær hafa verið.

Nú segir Össur hins vegar um Sjálfstæðisflokkinn:  "Hann nýtur þess líka að hafa reynt að vera málefnalegur og leggja fram jákvæðar tillögur.  Menn meta það við hann, og það geri ég líka. Það er jákvætt. Það er líka hlutverk stjórnarandstöðu að bera ekki bara fram gagnrýni heldur að koma fram með hugmyndir. Þess nýtur hann, hvort sem menn eru glaðir eða óánægðir með þær, eins og gerist og gengur. Hann hefur gert sér far um að reyna að vera uppbyggilegt stjórnmálaafl, og nýtur þess. En hann skortir hins vegar, ennþá að minnsta kosti, burðina til að leiða stjórnarandstöðuna. Síðustu vikur hefur það verið minnsti flokkurinn, Hreyfingin."

Síðastu setninguna lætur Össur fljóta með til þess að bónorðið líti ekki alveg afgerandi út, en eftir sem áður er ekkert hægt að misskilja meiningu hins örvæntingarfulla ráðherra í aumustu ríkisstjórn lýðveldistímans a.m.k.

Nú er að sjá hvort rósirnar verða rauðari og vendirnir fari stækkandi á næstu dögum.


mbl.is Láti ekki börnin borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Minnugur þess, að það lá svo mikið á að samþykkja Icesavesamninginn óséðan í júní 2009, hnaut ég nú um þá fullyrðingu að ríkisstjórnin ætlaði ekki að láta börnin okkar borga.

Hins vegar er fordæmi fyrir því að Össur ræði við aðra flokka um myndun nýrrar stjórnar, þó að hann eigi að heita ráðherra í annarri stjórn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.11.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband