Sannkölluð hrunstjórn

Samkvæmt væntingavísitölu Gallup fyrir október eykst svartsýni almennings gífurlega milli mánaða, en hafði farið heldur vaxandi fram að því, en greinilegt að ljós hefur runnið upp fyrir fólki í október um að núverandi ríkisstjórn muni alls ekki leiða þjóðina út úr kreppunni, heldur þvert á móti dýpka kreppuna og lengja vegna harðrar baráttu hennar gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu í landinu og þar með gegn lífskjörunum og velferðinni.

Eftirfarandi samantekt úr Gallupskýrslunni segir allt sem segja þarf um örvæntingu fólks um betra líf undir stjórn Samfylkingar og VG:  "Allar undirvísitölur lækka að þessu sinni og munar þar mestu minnkandi tiltrú fólks á að ástandið í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar muni batna á næstunni. Þannig lækka væntingar neytenda til næstu 6 mánaða um  52,7 stig og mælast nú 48,6 stig og er um verulegt bakslag að ræða enda hefur vísitalan mælst yfir 100 stigum síðustu þrjá mánuði.

Mat á núverandi ástandi lækkar um 10,2 stig og mælist nú 7 stig. Mat á atvinnuástandinu lækkar um 40,1 stig og mælist nú 32,5 stig og mat á efnahagslífinu um 34,9 stig og mælist nú 31,4 stig."

Hér á landi varð harðara og meira efnahagshrun vegna óhæfra og óheiðarlegra rekstraraðila banka-,fjárfestingarfélaga og fyrirtækja, sem nánast öll voru í eigu sömu glæframannanna og allir væntu þess að út úr þeirri kreppu sem af hlaust, myndi þjóðin komast á þrem til fjórum árum og þeir allra bjartsýnustu töldu að það myndi ekki taka nema tvö ár.

Allt byggðist sú bjartsýni á því að kapp yrði lagt á að efla atvinnulífið og aukna verðmætasköpun í landinu, en þær vonir hafa allar brugðist vegna forhertrar og fyrirlitlegrar baráttu ríkisstjórnarinnar gegn öllum atvinnuuppbyggingarhugmyndum, sem upp á borð hafa borist og því harðnar kreppan sífellt og hefur ekki verið verri en nú frá hruninu og gerir ekki annað en að fara versnandi.

Eigi einhver ríkisstjórn skilda nafnbótina "hrunstjórn", þá er það sú sem nú situr.


mbl.is Íslendingar verulega svartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband