24.10.2010 | 17:40
Glæsilegt afrek
Kvennalið Gerplu í hópfimleikum náði þeim stórkostlega árangri að verða Evrópumeistari í íþrótt sinni og er þetta einhver glæsilegasti árangur, sem íslenskt lið hefur náð í hópíþróttum. Einnig náði landslið stúlkna í fimleikum þriðja sæti í keppni landsliða og er það einnig glæsileg frammistaða.
Oft hefur verið heilmikið tilstand á Keflavíkurflugvelli við heimkomu íslendinga, sem náð hafa góðum árangri á stórum íþróttamótum og að þessu sinni ætti móttökuathöfnin að vera með glæsilegra móti, vegna þessa einstæða árangurs og þeirra geysilega miklu framfara, sem orðið hafa í fimleikum hér á landi á undanförnum árum.
Slíkur árangur næst ekki, nema með þrotlausum æfingum, miklum áhuga og fórnum í þágu íþróttarinnar. Það er enginn hægðarleikur að komast í fremstu röð í Evrópu, að ekki sé talað um heiminn allan, og slíkum árangri, sem þessum, verður ekki náð, nema með mikilli vinnu og fyrirhöfn, stúlknanna sjálfra, þjálfaranna, fjölskyldanna og félaganna, sem þær æfa hjá.
Til hamingju stelpur með þennan frábæra árangur. Til hamingju Ísland, með að eiga svona frábærar stelpur.
Forsætisráðherra samfagnar fimleikakonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir heils hugar. Og bæti við að mér finnst til skammar sú forgjöf sem knattspyrnan hefur náð á undanförnum áratugum. Fjölmenn íþróttamót þar sem afreksmenn okkar skipa sér í fremstu raðir fá ekki umfjöllun nema eins og til að halda frið og móðga engan mikið.
Árni Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 18:20
Frábærar stúlkur og við eigum aldeilis frábært íþróttafólk í mörgum greinum..
Það liggur við að fréttin um að Forsetisráðherra hafi sent þeim skeyti sé stærri en þegar fréttin sjálf kom um EM titilinn..7
Kveðja..
Halldór Jóhannsson, 24.10.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.