24.10.2010 | 13:46
Átakanlegur veruleiki stríđsátaka
Fréttir, sem nú birtast upp úr skýrslum Bandaríkjahers, sem Wikileaks birti opinberlega fyrir nokkrum dögum og lýsa grimmilegum pyntingum írakska hersins á handteknum hryđjuverkamönnum og hylmingum Bandaríkjamanna međ ţeim, lýsa enn og aftur ţeim viđbjóđi, sem fylgir hernađarátökum hverskonar og virđist vera sama hver á í hlut. Enginn virđist öđrum betri í ţeim efnum ađ fremja alls kyns glćpi og ofbeldisverk í nafni ćttjarđarinnar og meintrar ástar á henni og hagsmunum ţeirra ţjóđa, sem í hlut eiga.
Ekki ţarf ţó ađ líta til austurlanda eftir slíkum glćpum, ţví ekki eru svo mörg ár síđan svipađir stríđsglćpir voru framdir af öllum hlutađeigandi í stríđi í miđri Evrópu, ţađ sem ađalmarkmiđiđ var ađ útrýma öllum ţeim, sem voru af öđrum kynţćtti eđa trú, en ţeim sem í meirihluta var á hverju svćđi fyrir sig. Lítiđ lengra er síđan milljón manns var slátrađ á djöfullegan hátt í Rúanda og enn berast fréttir af hryllilegum ađgerđu stríđandi ađila í mörgum Afríkuríkjum.
Mannslíf eru ekki mikils metin í mörgum löndum og víđa tíđkast ađ fólk sé dćmt til húđstrýkinga, handarhöggs, henginga eđa lífláts á annan hátt, jafnvel ađ undangengnum pyntingum. Ţegar slíkar refsingar eru samkvćmt lögum viđkomandi ríkja, er varla viđ öđru ađ búast en hinu versta, ţegar slíkar ţjóđir standa í stríđsađgerđum gegn öđrum löndum og jafnvel eigin íbúum.
Öll stríđ eru af hinu illa og ţau leiđa, eins og sagan sýnir, til alls kyns illverka og glćpa og ţví verđur ađ fordćma slíkt athćfi međ öllum ráđum, í ţeirri veiku von ađ hálfbrjálađir stríđsmenn og stjórnendur ţeirra láti af slíku athćfi og reyni frekar ađ leysa málin á friđsamlegan hátt.
Ekki er heldur djúpt á villimanninum í Íslendingum, eins og nýlegar tilraunir til líkamsmeiđinga á ţingmönnum og ráđherrum sýna, í tengslum viđ mótmćli gegn stjórnvöldum hérlendis. Ţó ekki sé beinlínis hćgt ađ líkja slíkum ađgerđum viđ stríđsglćpi, ţá sýna ţćr ţó hve grunnt er í villimanninn og hve lítiđ ţarf til ađ vekja hann af dvala og til óhćfuverka.
Ótrúlega alvarlegar skýrslur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Oftast eru skilgreinanlegar ástćđur fyrir grimmdarverkum og ţađ gildir augljóslega um Írak. Í styrjöldinni var veriđ ađ gera upp viđ Saddam Hussein og glćpamenn Baath flokksins. Menn á Íslandi ćttu ađ fara varlega í ađ fordćma ţetta uppgjör, nema ţeir horfi til fyrrverandi valdstjórnar í Írak međ eftirsjá.
Ef menn vilja sjá hlutina í samhengi, ćttu ţeir ekki ađ gleyma uppruna Baath flokknum sem heitir:
Ţetta er ţví systur-flokkur Samfylkingarinnar, eins og Nazista flokkur Hitlers var einnig. Sá flokkur bar heitiđ:
Enginn ţarf ţví ađ vera hissa á stjórnarháttum Samfylkingarinnar.
Loftur Altice Ţorsteinsson, 24.10.2010 kl. 20:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.