17.10.2010 | 17:22
Leynilegar björgunaraðgerðir
Hagsmunasamtök heimilanna sendu frá sér yfirlýsingu í gær með harðorðum svívirðingum um ríkisstjórnina fyrir að hafa valdið sér sárum eyrnaverk og ekki voru sendingarnar til verkalýðhreyfingarinnar og fleiri mjúkmálli og jafnvel líktu samtökin umboðsmanni skuldara við mús, en töldu sjálf sig hins vegar einskonar asna, sem dregnir væru áfram á eyrunum.
Eins og venjulega, þegar ríkisstjórnin fær það óþvegið, þá lítur hún upp af koddanum og segist ætla að gera eitthvað í áríðandi málum, en auðvitað verður aldrei neitt úr verki, áður en höfuðið dettur niður á koddann aftur og svefninn sígur að á ný.
Þó virðist stjórnin hafa rifið sig framúr í dag, en enginn má vita hvar hún heldur sig og hagsmunasamtökin samþykkja að taka þátt í feluleiknum, enda líta þau stórt á sig og telja sig vera björgunarlið þeirra, sem hugsanlega gætu lent í fjárhagsvandræðum í framtíðinni, en er miklu minna umhugað um þá, sem komnir eru í vandræði nú þegar.
Hvort gefin verði út leynileg tilkynning um leynilegar björgunaraðgerðir skuldara eftir leynifundinn verður að koma í ljós, en a.m.k. tekst ríkisstjórninni að forðast mótmæli almennings fyrir utan fundarstaðinn, en til þess hefur leynileikurinn líklegast verið gerður.
Hagsmunasamtök heimilanna láta hins vegar draga sig á asnaeyrunum bæði leynt og ljóst.
Engar upplýsingar veittar um fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru nú rauninni það leynilegar björgunaraðgerðir, að umfang þeirra er óvitað............. En handritshöfundar og reiknimeistarar Skjaldborgarinnar hamast við að slá saman í fallegan texta, með einhverju sætu, flóknu reikningsdæmi, sem Ríkissjóður, ræður líklega við að borga................... En líklega drukknar sá sem á að bjarga.............
Kristinn Karl Brynjarsson, 17.10.2010 kl. 22:55
Þetta er nú meira bullið í þessari ríkisstjórn. Stjórn sem hefur allt upp á borðum fundar nú leynilega, enginn má vita neitt hvað þau hafa fyrir stafni, hvað þá hvar því þá er hætta á að fólk komi saman og mótmæli. Kannski að lífvörður Jóhönnu sé í fríí og hún treysti sér ekki til að mæta lýðnum? Hún ætti að spurja sig hvað sé að í þeirri ríkisstjórn þar sem forsætisráðherrann telur sig þurfa á lífverði að halda! Það gefur sterklega til kynna að eitthvað sé að stjórnarháttum!
assa (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 00:35
Mér kæmi ekki á óvart að tilkynnt yrði að Jóhanna væri erlendis, og jafnvel hin fígúran líka þegar greint verður frá því að hver skuli bjarga sér sem best hann getur. Örfáir björgunarhringir eru til, þá fá þeir sem annars yrðu í Laugardalnum í vetur en hinir sem tóra næstu mánuði í húsum sínum verða bara að lifa á hrísgrjónum næstu ár. Ekki éta þeir veggina í húsum sínum.
assa (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.