Lausn sem gæti lagað ástandið strax

Ríkisstjórnin talar mikið um hve flókið sé og dýrt að taka á skuldavanda heimilanna eins og þarf og hefur því ekki getað bent á neinar lausnir og er orðin gjörsamlega ráða- og getulaus til þess að gera nokkuð raunhæft í málunum.  Í upphafi þings var sagt að ekkert yrði gert meira í skuldavanda heimilanna og AGS gefið loforð um að ekki yrði gefinn frekari frestur á uppboðum fasteigna þeirra, sem í mestum greiðsluvanda eru.  Stjórnin hefur líka sagt að vinna að lausnum á þessum málum sé svo tímafrek, að ekki hafi ennþá gefist tími til að finna viðundadi lausnir, en nú verði þessi mál sett í forgang. 

Allir hljóta að sjá, að það er engin lausn á vandamáli að selja íbúðarhúsnæði ofan af fólki, jafnvel þó fylgi því heimild til að leigja húsnæðið í eitt ár eftir sölu.  Með þessu er skapað nýtt vandamál, án þess að leysa það fyrra, því væntanlega er viðkomandi fjölskylda í vanskilum með fleira en íbúðarlánið og aðrir skuldheimtumenn munu því halda áfram að eltast við fólkið, allt fram að því að það yrði lýst gjaldþrota og jafnvel árum saman eftir það.

Besta tillaga sem komið hefur fram ennþá í þessu efni, er tillaga Sjálfstæðismanna um að einungis verði innheimtur helmingur íbúðalána næstu þrjú ár og hinn helmingurinn færður aftur fyrir lánstímann og þessi þrjú ár verði notuð til að finna endanlega lausn á þeim vanda, sem stökkbreytt lán hafa valdið og fólk fengi þessi þrjú ár til að greiða og semja um aðrar skuldir en íbúðalánin.  Í þessari vinnu yrðu mál þeirra allra verst settu tekin fyrir fyrst og leyst úr þeim, því ekki fer hjá því að alltaf verða einhverjir sem þurfa á sérlausnum að halda.

Þessi tillaga náði ekki fram að ganga á þingi vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðuflokki og nú verður að krefjast þess að slíkur gamaldags skotgrafarhernaður verði aflagður og þingmenn sameinist um þær fáu nýtilegu tillögur sem litið hafa dagsins ljós fram að þessu og nýti tímann, sem slík frestunartillaga gæfi, til að finna varanlegar lausnir.

Tunnuslátturinn í dag verður áminning um ný vinnubrögð í þinginu og samstöðu um að leysa málin, jafnvel þó tillögurnar komi frá stjórnarandstöðunni.


mbl.is Þingið er óstarfhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ertu kreisý.. það er allt sjálfkrafa vont og slæmt ef það kemur frá  Sjálfstæðisflokknum og enginn nema Sjálfstæðismenn munu hlusta á þannig tillögur.

Eða þannig virðist flestir hugsa í þjóðfélaginu,  það má ekki hlusta á góðar tillögur af því að "rangir" menn eru að leggja þær fram.

Jóhannes H. Laxdal, 6.10.2010 kl. 16:48

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jóhannes, ég held reyndar að flestir þingmenn séu tilbúnir að hlusta á góðar tillögur til lausnar á vandanum. Steingrímur og Jóhanna hlusta hinsvegar ekki, hvorki á stjórnarandstöðuna ná sumt ágætis fólk í eigin flokkum. Þau hafa ekki gert það hingað til og munu ekki gera það hér eftir. Því er fyrsta skrefið til að leysa vandann að koma þeim af þingi og því fólki sem harðast stendur með þeim.

Gunnar Heiðarsson, 6.10.2010 kl. 17:48

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

er alveg til fólk í Samfó sem er tilbúið til þess já,  Framsókn líka og Hreyfingunni..   en ég er nokkuð viss um að VG álítur allt sem kemur frá Sjálfstæðisflokknum vera Dauða og Djöful,  enda er þetta flokkur sem inniheldur mjög mikið af öfgafólki, og margir talsmenn VG hafa lýst því yfir í fjölmiðlum að það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum.

Jóhanna og Steingrímur eru orðin svo gömul að þau taka ekki vel í hugmyndir sem eru ekki þeirra eigin,  svona einsog flest allt gamalt fólk sem ég hef átt í samskiptum við ,  og það sem Jóhanna segir því skal framfylgt með góðu eða illu.

Jóhannes H. Laxdal, 6.10.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband