6.10.2010 | 14:31
Reynt ađ spila međ stjórnarandstöđuna og almenning
Hreyfingin sér ástćđu til ađ senda frá sér sérstaka yfirlýsingu um ađ hún sé tilbúin til ţátttöku í mótun tillagna til lausnar á vanda heimilanna og er hún send út í tilefni af ósannindum Jóhönnu Sigurđardóttur um ađ stjórnarandstađan hefđi engan áhuga á samvinnu viđ ríkisstjórnina um máliđ.
Fulltrúar stjórnarandstöđunnar voru kallađir á fund ríkisstjórnarinnar í gćr og voru allir sammála um ţađ, eftir fundinn, ađ ríkisstjórnin hefđi engar tillögur um nýjar lausnir lagt fram og einungis ćtlast til ađ stjórnarandstađan lýsti yfir samstöđu sinni viđ ţćr ađgerđir, sem ţegar hefđi veriđ ráđist í, en hafa sýnt sig vera bćđi lélegar og alls ófullnćgjandi.
Stjórnarandstađan var ekki bođuđ til nýs fundar í dag, eins og Jóhanna hafđi gefiđ fyrirheit um, enda var aldrei ćtlunin ađ samţykkja nokkrar einustu tillögur frá stjórnarandstöđunni, heldur var tilgangurinn allan tímann ađ blekkja almenning međ ţví, ađ láta líta út fyrir ađ samstađa vćri á ţinginu um ađ ekkert frekar yrđi gert varđandi ţessi vandamál.
Ţegar ljóst var ađ stjórnarandstađan ćtlađi ekki ađ láta spila međ sig, greip ríkisstjórnin til ţess ráđs ađ bođa Hagsmunasamtök heimilanna til fundar og lćtur eftir hann eins og hún sé áhugasöm um ađ skođa hugmyndir samtakanna frekar, en fram ađ ţessu hafa ráđherrarnir sagt ađ ţćr séu algerlega óframkvćmanlegar. Eini tilgangur ţessa fundar var ađ reyna ađ slá á reiđi almennings og vonast til, ađ međ honum vćri hćgt ađ koma í veg fyrir, eđa takmarka verulega, frekari mótmćli á Austurvelli.
Skuldamál heimilanna munu hafa algeran forgang á nćstunni, segir Jóhanna núna. Ţađ er mikiđ ađ hún skilur loksins alvöru málsins, en ţó er skilningurinn ekki nógu mikill til ađ hćtta sýndarmennskunni og reyna ekki ađ spila međ stjórnarandstöđuna á ţingi og almenning í landinu.
Hafa áhuga á samstarfi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.