5.10.2010 | 11:40
Ríkisstjórnin ræður ekkert við bankana
Stór hluti ræðutíma Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri talsmanna Samfylkingarinnar á Alþingi í gærkvöldi fór í það að skammast út í bankana, sem ekki hefðu staðið sig nógu vel í skuldaaðlögun einstaklinga og fyrirtækja, þrátt fyrir tilmæli ríkisstjórnarinnar til þeirra um þau mál. Var ekki síst bent á Landsbankann, sem væri í eigu ríkisins, þó ríkisstjórnin hefði ekki vald til að gefa honum beinar fyrirskipanir og alls ekki hinum bönkunum, sem væru í einkaeigu.
Núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa fram að þessu gagnrýnt ríkisstjórn Geirs H. Haarde harðlega fyrir það, að hafa ekki nánast tekið stjórn einkabankanna í sínar hendur á árinu 2008 og á þriðjudaginn var stefndu fulltrúar þessara flokka Geir fyrir Landsdóm fyrir að hafa ekki tekið sér fyrir hendur að minnka bankakerfið, koma höfuðstöðvum einkabankanna úr landi og að hafa ekki snarað 300 milljörðum króna úr ríkissjóði til að koma Icesave í lögsögu útibús Landsbankans í London.
Hvernig dettur fólki í hug að gamla ríkisstjórnin hafi getað tekið sér slíkt vald gagnvart einkabönkunum, þegar núverandi ríkisstjórn getur ekki einu sinni haft þau áhrif á stjórnendur ríkisbankans, að þeir fari að vilja og tilmælum Jóhönnu og Steingríms J.
Tvískinnungurinn í þessum málum getur varla verið meiri.
Lögin skiluðu ekki árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gleymist líka í þessari umræðu á Íbúðalánasjóður, sem er jú ríkisrekinn er síst skárri í sínum innheimtuaðgerðum en hinir bankanir.
Kristinn Karl Brynjarsson, 5.10.2010 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.