29.9.2010 | 10:09
Vændið og forsjárhyggjufólkið
Dómari í Ortario í Kanada úrskurðaði í gær, við mikinn fögnuð vændiskvenna, að bann við rekstri vændishúsa í ríkinu skyldi afnumið. Rök vændiskvennanna fyrir afnámi bannsins voru öryggismál þeirra, en eins og gefur að skilja telja þær sig öruggari í viðskiptum sínum innan öruggra veggja vændishúsanna, en í götuharkinu.
Það sem ekki síst er merkilegt við þetta má, er þessi klausa úr fréttinni: "Athygli vekur að dómarinn, Susan Himel , er kona en í rökstuðningi hennar segir að bann við rekstri vændishúsa og útgerð vændis brjóti í bága við stjórnarskrárbundin rétt einstaklinga til frelsis, athafna og öryggis.
Dómsniðurstaðan er rökstudd í 131 bls. skýrslu sem er aðgengileg hér en á blaðsíðu 24 kemur fram að sönnunargögnum hafi verið aflað á tveggja og hálfs árs tímabili og grein gerð fyrir þeim á alls 25.000 síðum í 88 bindum." Miðað við þessa rannsókn, sem greinilega hefur verið bæði tímafrek og viðamikil, þá bliknar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis í samanburðinum, bæði hvað varðar rannsóknartíma og blaðsíðu- og bindafjölda.
Annað sem vert er að veita athygli í fréttinni af þessari rannsókn er niðurlag fréttarinnar, sem hljóðar svona: "Tekið er fram í skýrslunni að engin ein staðalmynd af vændiskonu dugi til að lýsa vændiskonum í Kanada, enda sé bakgrunnur þeirra sem leggja fyrir sig vændi afar ólíkur. Ástæður þess að konur leggi fyrir sig vændi séu jafn ólíkar og þær séu margar."
Hvað ætli feministar og annað forsjárhyggjufólk segi við þessu?
Vændiskonur fagna sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill. Umræðan um vændi hér á landi er á svipuðum stað eins og umræðan um brennivín var í byrjun síðustu aldar. Þ.e. brennivínið var alslæmt og því var það bannað. Í dag er fjallað um að vændi sé alltaf alslæmt og því er bannað að kaupa það hér á landi.
Jóndi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 10:17
Sóley Tómasdóttir hefur greinilega ekki verið spurð álits úr því þetta fór svona.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 10:30
Femínistar og aðrir sem vilja banna vændi, þeir eru VERSTU óvinir kvenna og karla sem eru í vændi...
Femínistar hreinlega styðja við að vændi sé neðanjarðar, þar sem fólk hefur engin réttindi, getur ekki leitað neitt eftir hjálp; Þetta styðja femínistar.
Sama með bann á td kannabis, þeir sem vilja banna það eru að styðja við glæpaklíkur, og vel hugsanlega eru þeir partur af glæpaklíku... eða jafnvel samkeppnisaðili sem framleiðir vín/bjór og annað í þeim dúr.
doctore (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:14
Eg er samála ykkur og séstaklega þer Doctore þær gera ser ekki grein fyrir hvernig lífið er og verður.enda held eg að þær séu að eyðilegja VG held þeir fái ekki mörg stig næst meðal annars ut af Feministum(Nasistum)
jon fannar (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 13:16
Þetta er kjaftshögg fyrir öfgafeminista
Níels Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.