27.9.2010 | 08:52
Skíðaskálasnobb
Ágúst Guðmundsson, Bakkabróðir, hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna skíðakofann sinn í frönsku Ölpunum, en bankinn var búinn að gjaldfella ellefuhundruðogfimmtán milljóna króna lán, sem hann hafði tekið til kaupa á kofanum. Áður hafa birst fréttir af basli Jóns Ásgeirs í Bónus með fjármögnun á sínum skíðakofa á svipuðum slóðum, en að lokum hljóp eiginkona hans undir bagga með honum og snaraði út tæplega tveim milljörðum króna til að forða skíðaathvarfinu frá uppboði.
Keppni útrásargarkanna um hver gat sýnst stærstur og ríkastur er sprenghlægileg fyrir þá sem með fylgjast af hliðarlínunni, en sýndarmennskukeppnin snýst um að "eiga" flottustu einkaþotuna, skíðahallir, lúxusíbúðir, lúxusbíla, snekkjur og sumarhallir. Allt væri þetta í stakasta lagi, ef þessi gengi ættu eitthvað í þessum lúxus öllum, en ekki er það svo gott, því allt er þetta skuldsett upp fyrir rjáfur og mest af fjármálavitleysum þessara auraapa hefur lent í fanginu á lánadrottnum þeirra viða um heim og almenningi á Íslandi.
Greinilegt er að snobbið og mikilmennskubrjálæðið hefur verið alveg gengdarlaust hjá þessum "köppum" og t.d. algerlega óskiljanlegt hvað þeir hafa haft að gera með eins til tveggja milljarða króna skíðahallir til að dvelja í nokkrar helgar á vetri og álíka sumarhallir til að eyða í nokkrum sumarhelgum.
Þessir íslensku auðrónar eru skólabókardæmi um hvernig menn verða af aurum apar.
Ágúst nær sátt í skuldamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.