Stýrivexti í 0,5-1% á morgun - annað óviðunandi

Allt frá bankahruni hafa stýrivextir Seðlabankans verið allt of háir og haldið uppi okurvöxtum í þjóðfélaginu á sama tíma og eftirspurn í hagkerfinu hefur hrunið, fjárfestingar eru engar og einkaneysla dregst stöðugt saman.  Alls staðar annarsstaðar hafa seðlabankar brugðist við efnahagskreppunni með því að lækka strýrivexti sína niður í 0-2%, með það að markmiði að ýta undir fjárfestingar, uppbyggingu atvinnulífsins og þar með minnkun atvinnuleysis.

Meira að segja Már, seðlabankastjóri, lét hafa það eftir sér í viðtali við erlenda fjölmiðla fyrir skömmu, að stýrivextir væru allt of háir á Íslandi, miðað við núverandi og væntanlegt verðbólgustig, en hins vegar virðist seðlabankastjórinn ekki hafa neinar áhyggjur af atvinnulífinu, fjárfestingum eða afkomu heimilanna og alls ekki truflar atvinnuleysið svefnfrið hans.

Miðað við eigin yfirlýsingar og í ljósi aðgerða allra annarra seðlabanka í heiminum, hlýtur Seðlabanki Íslands að tilkynna stýrivaxtalækkun niður í 0,5-1% á morgun.  Allt annað er óviðunandi í því þjóðfélagi stöðnunar og afturhalds, sem hér hefur verið við lýði í tvö ár.

Atvinnulífið og þjóðfélagið allt þarf á þeirri innspýtingu að halda, sem slík stýrivaxtalækkun myndi hafa í för með sér.


mbl.is Spá stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband