Jóhanna afneitar Atlanefndinni

Þau stórtíðindi gerðust á Alþingi í dag, að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, afneitaði  vinnubrögðum Atlanefndinni algerlega og átaldi hana fyrir að skila af sér illa unnu verki og í raun handónýtu.

Jóhanna sagði m.a.:  "Ég hefði talið það rétt og eðlilegt, að þingnefndin leitaði skriflegs álits, til að mynda hjá Feneyjanefndinni,  sem starfar innan vébanda Evrópuráðsins og skipuð er sérfræðingum á sviði stjórnskipunarréttar."  Taldi hún að vert hefði verið að leggja þá spurningu fyrir Feneyjanefndina hvort réttarstaða þeirra, sem nú er lagt til að verði ákærðir, standist nútímakröfur um mannréttindavernd sakborninga.

Síðan bætti Jóhanna við:  "Um það hef ég miklar efasemdir og ég undrast sérstaklega, að engin sjálfstæð rannsókn eða skýrslutaka hafi farið fram í þingmannanefndinni, meðal annars vegna þess að allir nefndarmenn hyggjast í raun víkja frá niðurstöðu þingmannanefndarinnar í sínum tillögum eða með því að láta hjá líða að flytja tillögu um ákæru."   Þarna má segja að Jóhanna hafi lýst algeru vantrausti á Atla Gíslason, sem nefndarformann og í raun veitt nefndinni banahöggið.

Til að snúa hnífnum í sárinu lýsti Jóhanna þeirri staðföstu skoðun sinni, að Ingibjörg Sólrún yrði sýknuð fyrir Landsdómi og jafngildir sú yfirlýsing því, að Jóhanna sé í raun að ásaka Atla um að reyna að gera tilraun til réttarmorðs, eða a.m.k. að stefna blásaklausri manneskju fyrir dómstóla algerlega að ósekju.

Allt málið er komið í algert rugl í þinginu og enginn í raun sannfærður um að hægt verði að dæma ráðherrana fyrir nokkuð, enda líklegra en hitt, að þeir yrðu allir sýknaðir fyrir Landsdómi.


mbl.is Gagnrýnir málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo hrósaði formaður hins stjórnarflokksins SJS nefndinni fyrir vel unnin störf.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 20:39

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvað sem hægt er að segja um störf Atlanefndarinnar, varðandi flest annað en landsdóminn.  Þá er það mál afar vanhugsað og illa fram sett.  Svo illa fram sett að manni finnst örla á einhverjum öðrum sjónarmiðum en sjónarmiðum réttlætis. Nema réttlæti þeirra, sem hæst á dóminn kalla, snúist um pólitísk uppgjör í réttarsölum.

Árni M. er sakaður um að hafa ekki sinnt bankamálum, þegar þau voru ekki á hans hendi. Geir er sakaður um að hafa ekki haldið fundi um málefni sem að ríkisstjórnin var að vinna að.   Súperráðherrahópurinn (mínus Jóhanna) er sakaður um að hafa ekki sannfært bankana um að minnka sig.   Ríkisstjórnin sökuð um að hafa ekki sannfært Bjöggana nóg til að flytja Icesave í dótturfélag, þegar fram kemur í skýrslu RNA, að það hafi verið það síðasta sem að Bjöggarnir vildu, því þá hefði þeir ekki getað flutt allan þennan pening hingað áður en honum var niður á Tortola og aðra felustaði fyrir illa fengið fé.  En Icesave hefði ekki farið fet, nema Bjöggarnir hefðu viljað.  Kannski verið hægt að þrýsta því í gegn með því að borga breska fjármálaeftirlitinu 300 milljarða.  En það er samt örugglega ólöglegt samkvæmt EES regluverkinu að ríki kosti flutning einkafyrirtækis til annars lands. 

 Ég hef fulla trú á því að það deila fleiri en Lilja Mós, þeirri skoðun að, þessi pólitísku réttarhöld, með uppgjörinu við markaðshyggjuna séu réttlát.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 20.9.2010 kl. 20:59

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir hvað eigum við að láta þennan skrípaleik standa lengi þarna á alþingi?

Sigurður Haraldsson, 20.9.2010 kl. 22:22

4 identicon

Jóhanna er greinilega alveg buin að gleyma því þega ISG fór til norðurlandana í mars 2008 til þess eins að verja íslensku bankana. Hún fór ekki í neinim öðrum tilgangi en að róa ráðamenn á þessum slóðum og sagði að hér væri alltí lagi þrátt fyrir aðvaranir ítrekaðar um að hér stemdi allt í óefni. Af sama tilefni fór Geir Harði  til vestur heims og opnaði þar einhvern peningamarkað með sömu skilaboð. Eigum við að trúa því  að þetta fólk hafi ekki vitað að hverju stefndi. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband