Meiri vinnu þarf til að borga hærri skatta

Stefán Ólafsson, prófessor, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hækkun jaðarskatta dragi ekki úr vinnuþátttöku fólks, heldur jafn vel auki hana, þvert á fullyrðingar Sjálfstæðismanna um að skattahækkanir dragi úr atvinnuvilja fólks, vegna þeirrar auknu skattpíningar sem þá leggst á aukalega.

Þetta telur prófessorinn kollvarpa öllum hugmyndum um að skattahækkanir séu vinnuletjandi, en ekki tekur hann með í reikninginn, að sé fólk búið að binda sig í ákveðnar afborganir af húsnæði, bíl og jafnvel fleiru, þá má það ekki við tekjumissinum, sem skattahækkanirnar hafa í för með sér og neyðst því til þess að bæta við sig vinnu, til að halda óskertum ráðstöfunartekjum. 

Stefán segir, að þegar hátekjuskattur hafi verið lækkaður, hafi það ekki aukið atvinnuþátttöku hátekjufólks, en það gæti verið vegna þess að fólkið var komið með eins mikinn vinnutíma og það réð við og gat af þeim ástæðum ekki bætt við sig meiri vinnu, en hefur hins vegar farið að njóta ávaxtanna sjálft af þeirri miklu vinnu, sem það lagði á sig, þegar greiðslan til ríkisins minnkaði.

Sú niðurstaða, sem nær væri að draga af rannsókn Stefáns væri sú, að skattahækkanir væru líklegar til að hneppa fólk í enn meiri vinnuþrældóm, en það í raun kærði sig um, eða réði almennilega við og þess vegna væri líklegra að skattalækkanir leiddu til minni atvinnuþáttöku hvers og eins, en annars væri.  Ekki má gleyma því, að á viðmiðunarárum Stefáns var mikil þensla í þjóðfélaginu og hver sem vildi, gat unnið eins mikið og mann vildi og gat.

Nú er ástandið á vinnumarkaði allt annað og enginn getur bætt við sig vinnu, þó hann gjarnan vildi og nauðsynlega þyrfti.  Allar skattahækkanir í slíku atvinnuástandi verða því einungis til þess að auka á vandræði fólks til að framfleyta sér og hvað þá að standa við skuldbindingar sínar.

Núverandi skattaálögur á einstaklinga og fyrirtæki eru hreint brjálæði og ekki á bætandi.


mbl.is Hækkun jaðarskatta dregur ekki úr vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Samála

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.9.2010 kl. 17:23

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fólk segir gjarnan að það taki því varla að vinna yfirvinnu, það fari nærri helmingur í skatt af þeim launum.  Þá er betra að vera með fjölskyldunni eða eitthvað þess háttar og njóta lífsins.  Jafnvel eyða dagvinnulaununum í skemmtun eða afþreyingu og stuðla þannig að atvinnu fóllks í afþreyingargeiranum og borga neysluskatta.

Kristinn Karl Brynjarsson, 20.9.2010 kl. 17:39

3 identicon

Er ekki Stefán Ólafsson klappstýra Samklessunar?Að sjálfssögðu gerir hann allt sem hann getur til að láta sína menn líta vel út

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband