16.9.2010 | 09:03
Icesaveleynimakk í fullum gangi
Viðskiptablaðið heldur því fram, að Bretar og Hollendingar séu búnir að semja nýtt gagntilboð fyrir Íslendinga að leggja fram og láta kúgararnir svo lítið, að lofa að samþykkja sitt eigið "tilboð" svo framarlega sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi samþykki þessa nýjustu fjárkúgunarkröfu.
Í nafni opinna og gagnsærra vinnubragða, þar sem allt er uppi á borðum, harðneitar fjármálaráðuneytið þessum fréttum, en viðurkennir þó að "samræður" séu í gagni á milli aðila, en gefur ekkert upp um hvað þær "samræður" snúast.
Í kosningunum 6. mars s.l. hafnaði þjóðin algerlega öllum fjárkúgunarkröfum Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans, enda fáráðlegt að arður af rekstri bankans skuli ganga til eigenda hans á góðæristímum, en skattgreiðendur eigi að taka skellinn, þegar illa fer.
Eðlilegast væri að benda kúgurunum á að snúa sér að skilanefnd gamla Landsbankans með erindi sitt og hætta að angra íslenska skattgreiðendur með áframhaldandi "samræðum" við útsendara sína í fjármálaráðuneytinu.
Nýtt Icesave-tilboð í undirbúningi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki nokkurn veginn sama leynimakkið í gangi og þegar Steingrímur var spurður að því í þinginu hvort eitthvað væri að gerast í Ice-s(L)ave-málinu, hann neitaði því en nokkrum dögum seinna kom Svavar Gestson með "samning" upp á vasann??????
Jóhann Elíasson, 16.9.2010 kl. 09:25
Steingrímur er af sama sauðahúsi og Bjarni Ben sem kemur allt í einu með það núna að ekkert sé að marka stjórnarskránna varðandi Landsdóm. Það þyrfti að fá ærlega hundahreinsun þarna á alla, því óþrifin smitast jafnóðum innan fjórflokksins.
Sigurður Þórðarson, 16.9.2010 kl. 09:51
Án þess að ég geti fullyrt það, þá finnst mér það ekki ólíklegt, að það tilboð sem Bretar og Hollendingar kalla nú eftir, samkvæmt fréttum, sé eitthvað í líkingu við sameiginlegt samningsmarkmið stjórnar og stjórnarandstöðu, sem lagt var upp með í viðræðunum, milli synjunar forsetans og þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Það samningsmarkmið hljóðaði upp á það að, Bretar og Hollendingar fengju eins mikið og hægt væri úr þrotabúi Landsbankans. Það sem upp á vantaði myndu þjóðirnar þrjár taka á sig. Hef í rauninni ekkert annað fyrir mér í því, en að sú upphæð sem falla á á Íslendinga er ca. þrisvar sinnum minni en hún er í lokatilboði Breta og Hollendinga, sem þeir hafa ekki umboð til að gefa afslátt á. En virðast þó mega slá af, fái þeir tilboð héðan.
Kristinn Karl Brynjarsson, 16.9.2010 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.