Er dómur þegar fallinn - á götunni?

Þingmannanefnd Atla Gíslasonar skilar af sér, þríklofin, í Landsdómsmálinu, þ.e nefndin komst ekki að niðurstöðu um hvort og þá hverjum ráðherranna úr síðustu ríkisstjórn skuli stefnt fyrir dóminn.  Meirihluti nefndarinnar vill láta stefna fjórum ráðherrum, þeim Geir Haarde, Árna Matthiasen, Ingibjörgu Sólrúni Gísladóttur og Björgvini G. Sigurðssyni, en Samfylkingarfulltrúarnir í nefndinni vilja sleppa Björgvini, líklega vegna þess að hann vitneskju um bankamál hafi verið haldið frá honum og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að kveðja saman Landsdóm, þar sem litlar, sem engar líkur séu á því, að sakfelling næðist fram fyrir dómstólnum og því ekki réttlætanlegt að ákæra.

Sérstaka athygli vekur, að fyrst fulltrúar Samfylkingarinnar telja að Björgvin hafi ekki haft neina vitneskju, eða aðkomu, að þeim málum sem féllu undir hans ráðuneyti, skuli þeir ekki leggja til að þeir ráðherrar, sem leyndu hann upplýsingum og fóru í raun með ákvarðanatöku fyrir hönd Samfylkingarinnar í efnahagsmálum í fyrri ríkisstjórn, skuli ekki ákærðir og stefnt fyrir Landsdóminn í stað Björgvins.  Þetta eru að sjálfsögðu ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson, sem var staðgengill Ingibjargar Sólrúnar í veikindum hennar og Jóhanna Sigurðardóttir, sem sat í sérstöku fjögurra manna ráðherrateymi, sem fjallaði reglulega um stöðu bankanna og fjármál ríkisstjóðs.

Eigi yfirleitt að kalla saman Landsdóm í fyrsta sinn í sögunni, þá á að sjálfsögðu að stefna fyrir hann a.m.k. sex ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og þar á meðal núverandi forsætisráðherra, sem samkvæmt eigin ráðleggingum til annarra, ætti bara að vera fegin, því þá gæfist henni kostur á að hreinsa nafn sitt fyrir dómi.

Samkvæmt viðbrögðum á blogginu og víðar, mun þó engu skipta hvað sakborningarnir munu legga fram, sér til málsbóta, fyrir réttinum, því fyrirfram er búið að dæma þá seka, alla málsvörn sem yfirklór og sjálfsréttlætingu, sem að engu skal hafa, eða meta, en kasta út umsvifalaust út í hafsauga.  Dómstóll götunnar er ekki vanur að meta málsástæður eða rök.  Allir dómar eru felldir af tilfinningu og oftast hatri á sakborningum og málsvörn aldrei tekin til greina.

Ábyrgð Alþingis í þessu máli, sem öðrum, er meiri en dómstóls götunnar og því verður þingið að skoða mál frá fleiri en einni hlið.  Vonandi verður það gert á faglegan hátt í þessu máli, en ekki eftir utanaðkomandi þrýstingi.


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Úr því að tillögur nefndarinnar varðandi Landsdóm urðu þrjár og þær tillögur tvær er vilja Landsdóm eru ekki samhljóða, hverjir skuli fyrir Landsdóma, þá er Alþingi nánast mögulegt annað en að fella allt tillögurnar þrjár.

Engin þessara tillagna hefur þingmeirihluta.  Það þarf því að semja um að styðja eina tillögu, og hafna þá hinum tveimur.

Að vísu þarf ekki nema fimm þingmenn, væntanlega úr Samfylkingu, svo tillagan um fjóra fyrir Landsdóm, verði samþykkt.  Hverjar eru líkurnar fyrir því að þeir þingmenn rífi sig frá forystu flokksins og leggi til að Björgvin G. Sigurðsson, verði kallaður fyrir dóminn?  

 Til þess að tillaga Samfylkingar nái fram að ganga og Björgvin G. sleppi, þarf nánast allur þingflokkur Vinstri grænna, að  samþykkja slíkt.  Yrði slík niðurstaða þvinguð fram með hótunum um stjórnarslit?  Verði Samfylkingartillagan samþykkt, þá sest Björgvin að ölum líkindum aftur á þing þann 1. okt. næstkomandi, með syndaaflausn Alþingis.

Algjör lágmarksfjöldi ráðherra fyrir dóminn er fjórir ráðherrar.  Það er hins vegar ekki ásættanlegur og réttlátur fjöldi.  Réttlætið er og verður pólitískt bitbein flokka á Alþingi, verði einhverjum þessara sex ráðherra hlíft, af Alþingi og þeim hinum er eftir standa gert að standa skuldaskil gjörða sinna fyrir Landsdómi.  

 Ofan á þetta bætast svo síendurtekin ummæli Jóhönnu forsætisráðherra, að þetta og hitt í rannsóknarferlinu vegna hrunsins, gætu orðið til þess að sefa reiði almennings og það sé beinlínis gert, að fara í hina og þessa rannsóknina meðal annars til að sefa reiði almennings.

 Á að sefa reiði almennings með pólitískum hrossakaupum?  Er ekki reiði almennings að stórum hluta tilkomin vegna pólitískra hrossakaupa?

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.9.2010 kl. 16:38

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að sjálf sögðu er dómur götunnar fallinn. Mistökin voru að kosningar til alþingis voru þegar enn var of sammt liðið frá hruni og fólk ekki búið að ná áttum. Því sitjum við uppi með algerlega óhæfa stjórn, samsetta af þeim sem sátu við völd við hrun og tóku þar ákvarðanir (sem voru í reynd að taka enga ákvörðun) og þeim sem eru svo blindaðir af heift út í pólitíska andstæðinga sína.

Dómurinn er fallinn, allir ráðherrar undanfarinna ríkisstjórna eru sekir einnig eru flestir þingmenn. Við þetta bætist að ráðherrar núverandi ríkisstjórnar, þ.e. þeir sem ekki voru sekir fyrir, eru einnig sekir um gunguskap og aðgerðarleysi. Því miður eru einnig margir núverandi þingmenn sekir af hinu sama, jafnvel þó nokkur endurnýjun hafi orðið í þingliðinu. Vissulega eru nokkrir ágætir þingmenn á þingi núna, í öllum flokkum, en geta þeirra er því miður of lítil. Þeim er haldið niðri, að mestu af eigin flokksfélugum!!

Gunnar Heiðarsson, 12.9.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt Axel, að dómur götunnar er fallinn. Þess vegna er þeim mun mikilvægara að ákæra alla ráðherra Þingvallastjórnarinnar og ekki bara þrjá eða fjóra. Verkefni Saksóknara Alþings verður þá að sanna á þá sök, fyrir Landsdómnum. Ef það tekst ekki, þá verður að telja að ráðherrarnir séu saklausir.

 

Það hvernig þingmannanefndin mat ákæruefni skiptir engu máli. Saksóknari Alþingis framkvæmir sjálfstæða rannsókn, auk þess að flytja málssóknina. Þeir sem komið hafa fram í fjölmiðlum vegna málsins, virðast ákaflega illa lesnir og flytja mest vitleysu. Jóhann Sigurðardóttir gengur fremst í hópi þessara kjána.

 

Alla ráðherra Þingvallastjórnarinnar fyrir Landsdóm !

 

http://www.zimbio.com/member/altice

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.9.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband