Beinar skuldir Gaums aðeins hluti sannleikans

Kristín Jóhannesdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu í nafni Bónusgengisins um að skuldir Gaums séu "aðeins" sex milljarðar króna og vill með því leiðrétta rangfærslur um skuldastöðu félagsins, eftir því sem hún segir.  Gaumur er eins og kunnugt er eignarhaldsfélag Bónusgengisins, og á og er í ábyrgðum fyrir 50 milljarða skuldum 1988 ehf., sem aftur átti Haga, sem Arion banki hefur nú yfirtekið.

Ekki gefur hún upp hve skuldir Haga eru miklar, en þær munu þó nema a.m.k. 20 milljörðum króna, eftir því sem fregnir herma og því er borin von til þess að félag sem ekki skilaði nema 45 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári seljist fyrir upphæð, sem dugi til að greiða upp skuldir 1688 ehf. og hvað þá Gaums að auki.  Þrátt fyrir ekki meiri hagnað en þetta er félaginu gert að greiða gengisforingjanum 114 milljón króna "starfslokagreiðslu" fyrir "vel" unnin störf á undanförnum árum.

Bónusprinsessan segir um fyrirhugaða sölu Arion banka á Högum í yfirlýsingunni:  "Við söluna mun væntanlega koma í ljós, hvað kemur uppí skuldir 1998 ehf., ekki fyrr.“   Samkvæmt þessu gerir Bónusgengið ekki sjálft ráð fyrir því að söluverð Haga dugi til að greiða upp skuldir 1988 ehf. og alls ekki að eignarhaldsfélagið fái við hana nokkuð til sín af söluverðinu.  Þar með er það orðið viðurkennd staðreynd að Gaumur getur ekki greitt neitt af skuldum sínum og því er Bónusgengið skyldugt samkvæmt lögum að lýsa félagið gjaldþrota.

Fyrirsögn yfirlýsingar Bónusgengisins varðandi skuldir Gaums hljóðaði á þennan veg:  „Er sannleikurinn sagna verstur?“.  Svarið við spuningunni er auðvitað nei, því sannleikurinn er sagna bestur.

Allra best er þó að segja allan sannleikann og ekki sakar að standa líka við orð sín og skuldbindingar og taka afleiðingum misgerða sinna.

 

 


mbl.is Beinar skuldir Gaums 6 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband