Sýnum Karli Wererssyni hlýhug, vináttu og stuðning

Karl Wernesson, út- og innrásarmógúll, sem meðal annars afrekaði að tapa öllum bótasjóði Sjóvár, sem þó voru bara smáaurar miðað við heildartap allra hlutafélaganna á hans vegum, gat haldið Lyfjum og heilsu eftir í sinni "eigu" eftir að allt annað hrundi og hefur nú tekið við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækinsins, enda hefur hann betri tíma en áður til að sinna rekstrinum.

Öll út- og innrásargengi landsins, sem ennþá reka fyrirtæki hér á landi, njóta alveg sérstarar samúðar og skilnings neytenda, sem hafa sýnt þeim vináttu og hlýhug, svo jaðrar við hreina ást og aukið viðskipti sín við þau, svo nú blómstra gengisfélagarnir sem aldrei fyrr.

Nægir í þessu sambandi að benda á Samskip, sem nú er á fínu skriði eftir skuldaniðurfellingar, Iceland Express, sem aldrei hefur flogið hærra og lengra, vegna sérstakrar þakkarskuldar, sem flugfarþegar telja sig vera í við eigandann, fyrir að hafa náð að selja sjálfum sér flugfélagið út úr þrotabúi Fons á gjafverði. 

Ekki má gleyma stærstu gjaldþrotafjölskyldu landsins, sjálfu Bónusgenginu, en Arion banki sá sérstaka ástæðu til að láta Haga gefa foringjanum 114 milljónir króna í afmælisgjöf, um leið og hann lét af störfum hjá þúsundmilljarða gjaldþrotasamsteypunni, eftir 20 ára "farsælt" starf.  Þetta gengi hafa neytendur líka elskað og dáð í gegnum tíðina og sýnt það í verki með því að versla helst ekki við neinar verslanir, sem ekki hafa tilheyrt Bónusgenginu.

Vonandi mun Karl Wernesson njóta sambærilegs hlýhugar og aðrir gengisforingjar hjá öllum sjúklingum landsins og þeir munu væntanlega stórefla viðskipti sín við Lyf og heilsu frá því sem verið hefur, nú þegar Karl hefur betri tíma en áður til að sinna viðskiptunum.


mbl.is Karl forstjóri Lyfja og heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Góður þessi.

Landfari, 3.9.2010 kl. 15:49

2 identicon

Lyf og heilsa var fyrir skömmu dæmt af Samkeppnisstofnun fyrir að reyna að bola einkarekna apótekinu á Akranesi út af markaðinum. Dómurinn byggðist fyrst of fremst af ruddalegum tölvupósti, sem Guðni B. Guðnason sendi. Síðan var Lyf og heilsa aftur dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur 27. apríl s.l. fyrir að brjóta á réttindum lyfjafræðings. Dóminn má lesa á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur  www.domstolar.is  Á heimasíðu Hæstaréttar má síðan lesa dóm, sem Karl Wernersson hlaut fyrir fjársvik. Fólk á að sniðganga fyrirtæki Karls Wernerssonar, Lyf og heilsu, Apótekarann, Skipholtsapótek, Flexor og Gleraugnabúðina í Mjódd. Ekki ætlar hann að skila bótasjóði Sjóvár.

Steini (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 16:36

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvers vegna sitjum við hjá þegar þjófarnir eru komnir aftur til valda og með hreint borð frá bankamafíustofnunum?

Sigurður Haraldsson, 3.9.2010 kl. 19:39

4 identicon

Lifi Einarsbúð. Góður Axel að vanda. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 00:18

5 identicon

Hver er tilgangur laga í réttarríki ? Er hann ekki að verja réttlætið?

Hvar er réttlætið?

Að þjófar skuli geta gengið uppréttir, eftir að hafa stolið milljónum og  milljörðum frá samlöndum sínum er vissulega viðbjóðslegt, en að okkar réttarríki skuli geta varið slíka plæpi er glæpur útaf fyrir sig. Sorglegri, en tárum taki. Jafnframt virðast lög er taka til stórglæpa á viðskiptasviði bera vott um  lélegt viðskiptavit eða slakt siðferðismat  alþingismanna síðustu ára. Það er kominn tími á enturmenntun og endurmönnun hjá löglærðum og  löggjafarsamkundunni. Stjórnvöld stoppið þessa geigvænlegu græðgi, hún er ógeðsleg og grefur undan velsæld.  Gerið eitthvað, og hættið að eyða orkunni í tittlingskít. Hamingja og líf fólks hangir á bláþræði. Þetta er að verða spurning um að lifa morgundaginn. VIÐ VILJUM RÉTTLÆTI!

Kolbrún (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband