1.9.2010 | 10:39
Árni Páll hlýtur ađ hćtta
Nú virđast einhverjar hrókeringar vera vćntanlegar í ríkisstjórninni framundan, fyrst og fremst til ađ koma Ögmundi Jónassyni inn í ríkisstjórnina áđur en ţigstörf hefjast ađ nýju, til ţess ađ reyna ađ ţagga niđur í órólegu deildinni innan VG, sem reynst hefur Jóhönnu og Steingrími J. erfiđur ljár í ţúfu undanfariđ.
Ţćr ótrúlegu fréttir hafa borist af ţessum tilfćringum, ađ Ragna Árnadóttir, mannréttinda- og dómsmálaráđherra, verđi látin hćtta, en hún hefur sýnt og sannađ međ störfum sínum ađ hún er bćđi hćfasti ráđherra ríkisstjórnarinnar og sá vinsćlasti. Vćntanlega ţolir Jóhanna ekki ađ Ragna skuli bera svona rćkilega af í samanburđi viđ hina ráđherrana, ekki síst hana sjálfa, ađ henni verđi fórnađ til ađ vanhćfni hinna ráđherranna verđi minna áberandi.
Ekki síđur ótrúlegt er, ađ svo virđist sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráđherra, muni halda sćti sínu, en hann hefur ítrekađ sýnt valdnýđslu í starfi sínu og ásamt almennri vanhćfni hefur hann margoft veriđ stađinn ađ ósannindum vegna starfa sinna og afskipta af ýmsum málum sem honum hafa jafnvel ekkert komiđ viđ.
Kristján Möller, samgönguráđherra, verđur líklega látinn fjúka, ţó hann sé tiltölulega lítiđ umdeildur og hafi unniđ sín störf ađallega utan sviđsljóssins og hefur ekki svo vitađ sé veriđ stađinn ađ hreinum lygum, eins og sumir hinna ráđherranna.
Álfheiđur Ingadóttir, heilbrigđisráđherra, mun góđu heilli víkja úr sínu embćtti, samkvćmt fréttunum og eru ţađ góđ tíđindi, enda átti aldrei ađ hleypa henni í nokkurt einasta ábyrgđarhlutverk innan stjórnsýslunnar eftir framkomu hennar og stjórnun á skemmdarverkarhópum í "búsáhaldabyltingunni". Jafnvel ţó hún hefđi ekki tekiđ ađ sér ađ stjórna árásum á Alţingishúsiđ, hefur hún marg sýnt í gegn um tíđina, ađ hún er öfgamanneskja, sem ekkert erindi á í áhrifastöđur í ţjóđfélaginu.
Jón Bjarnason, landbúnađar- og sjávarútvegsráđherra, virđist vera of stór biti fyrir Jóhönnu og Samfylkinguna, ţannig ađ allar ráđagerđir til ađ losna viđ hann úr ríkisstjórninni virđast ćtla ađ mistakast, ţrátt fyrir heiftarlegar árásir Össurar Skarphéđinssonar á Jón undanfarna daga.
Ráđherrarnir sem fyrstir ćttu ađ fjúka, Jóhanna, Steingrímur J. og Össur, munu ţví miđur sitja eitthvađ áfram.
Ţingflokkar funda í allan dag | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Á ekki Dómsmálaráđherra ađ sjá til ţess ađ fariđ sé ađ lögum? ´Mér sínist nú Bankamafían fara sínu fram ţrátt fyrir dóm Hćstaréttar, og ţví má hún alveg missa sig.
Eyjólfur G Svavarsson, 1.9.2010 kl. 18:05
Ţađ er alltaf vandi ađ meta hver eigi ađ fara. Ég er hins vegar alveg međ á hreinu hver á ađ koma inn. Ég vil sjá Guđbjart Hannesson sem ráđherra en hann er búinn ađ sýna mikla yfirvegun og skynsemi í erfiđum málum. Ţeir sem ţekkja hann bera honum allir gott orđ og nćr ţađ ţvert á flokkslínur. Svoleiđis mann ţurfum viđ inn í ríkisstjórn.
Sćvar (IP-tala skráđ) 1.9.2010 kl. 22:34
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.