29.8.2010 | 09:32
Bónusgengið og heiðarleiki hafa aldrei átt samleið
Það er alveg sama um hvað er fjallað af viðskiptum Bónusgengisins, alltaf kemur í ljós að óheiðarlega hafi verið staðið að málum. Í þetta sinn er fjallað um undanskot á skíðahöll í Frakklandi undan þrotabúi Baugs, en áður hafa birst fregnir af ýmsum öðrum undanskotum úr félaginu áður en það var lýst gjaldþrota, t.d. á Högum, sem reka Bónus, Hagkaup og margar fleiri verslanir.
Þrátt fyrir að Jón Ásgeir hafi alltaf sagt að hann ætti "sáralitlar" peningalegar eignir og alls engar á felureikningum í bankaleyniríkjum, þá tókst honum að greiða upp 1,8 milljarðs skuldir vegna skíðasetursins og aðra eins upphæð vegna lúxusíbúðar í New York og gaf reyndar þá skýringu að aurarnir til þess voru notaðir kæmu frá ættarauði frúarinnar. Það væri góð og gild skýring, ef ekki hefði viljað svo til, að samkvæmt fréttum áttu þau hjón "aðeins" nokkur hundruð milljónir umfram eignir, miðað við skattframtöl.
Það virðist vera algerlega einkennandi fyrir allt, sem Bónusgengið hefur komið nálægt í "viðskiptum" sínum, að ekkert af því stenst skoðun, en virðist hafa haft það að markmiði að raka fjárfúlgum í vasa gengisins, en láta síðan aðra um að borga skuldirnar.
Lokasetning fréttarinnar er lýsandi fyrir viðskipti gengisins, en hún er svona: "Þrotabú Baugs hyggst raunar krefjast riftunar á sölu BG Danmark frá Baugi til Gaums, en fram hefur komið að þrotabúið telji að um gjafagerning hafi verið að ræða í skilningi gjaldþrotalaga."
Hálfur milljarður tapaðist á viðskiptum með skíðaskála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki veit ég hver á þetta orð sem kemur fram í fréttinni... "fasteignaþróunarverkefnið 101 Chalet"? Ætli þetta hafi verið mikil þróunarvinna, að byggja nokkurra hæða skíðaskála handa JÁJ? En það er auðvitað hin sjálfstæða og sjálfbæra Ingibjörg sem er með allt dótið núna. Jón greyið var bara í sjoppunni að versla sér Diet Coke meðan þetta þróaðist!
Ófeigur (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.