Víti til varnaðar

Nafn Ásdísar Ránar, fyrirsætu og viðskiptasnillings, hefur verið misnotað undanfarið af einhverjum svindlara til þess að lokka ungar stúlkur til að senda sér nektarmyndir og fá þær til að sýna sig fáklæddar á vefmyndavélum og spila klámfengna leiki.

Á heimasíðu Ásdísar Ránar segir m.a:  "Hann notar nafnið mitt, myndir og allar réttar upplýsingar og basically veit allt um mig, svo það er erfitt að þekkja að þetta sé ekki ég. Samkvæmt heimildum mínum er hann búinn að plata margar stúlkur síðustu mánuði til að senda sér nektarmyndir, láta þær sýna sér í gegnum webcam brjóstin og aðra líkamsparta og spila allskonar dirty leiki. Hann er að lofa þeim myndatökum fyrir Playboy og önnur karlablöð og þykist þurfa að sjá hvernig þær líta út áður. Ef þær fatta að þetta er ekki ég að lokum, þá hótar þeim að gera myndirnar opinberar, senda manninum þeirra eða eitthvað álíka."

Þetta leiðir hugann að því, hvað auðvelt virðist vera orðið að fá unglingsstúlkur til að opinbera sig naktar í tölvusamskiptum, að því er virðist við hina og þessa, sem þær vita lítil sem engin deili á, í von um frægð og frama í tískuheiminum eða til að fá birtar af sér myndir í "karlablöðum".  Eins virðast alls kyns perrar eiga tiltölulega auðvelt með að komast í kynni við ungar stelpur á netinu og tekst stundum í framhaldinu að vinna þeim alls kyns tjón, andlegt og líkamlegt.

Þetta er skuggaleg þróun, sem berjast verður gegn með öllum tiltækum ráðum og er þá átt við fræðslu og umræður um þessi mál, en ekki boð og bönn við tölvu- og netnotkun.


mbl.is Nafn Ásdísar Ránar misnotað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér, en því miður eru fá meðul til við hálfvitagangi og græðgi.

Annars ber að varast að gleypa við því að einhver mikill fjöldi hafi fallið fyrir þess, við vitum ekkert um það.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvernig væri að egna fyrir hann með stelpu, og taka hann svo til meðhöndlunar. kanski les hann þetta og hættir að hringja hver veit.

Eyjólfur G Svavarsson, 27.8.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband