Liðsstjórinn og klappstýran

Klappstýra útrásargengisins nr. 1 og einn af liðsstjórum gengisins virðast vera komnir í hár saman vegna ágreinings um það, hvort liðsstjórinn hafi ótilkvaddur látið svo lítið að skjótast á þotu sinni hingað á skerið í bankahruninu, eða hvort það hafi hann gert að frumkvæði klappstýruliðsins, sem dansað hafi og sungið svo fagurlega, að hann hafi ekki staðist mátið og hraðað sér til landsins við taktfastan dans "grúppía" sinna.

Erindið til landsins var að sögn liðsstjórans að bjarga Landsbankanum frá hruni, en sú björgun átti að felast í því, að fá Glitni gefins og sameina hann Landsbankanum, en með því átti að steypa saman tveim gjaldþrotum og gera úr þeim ekkert gjaldþrot, enda var inni í áætluninni að Seðlabankinn legði þessum sameinuðu gjaldþrotum til nokkur hundruð milljarða króna af skattfé landsmanna.

Vegna illmennsku þáverandi seðlabankastjóra heppnaðist rústabjörgunin ekki sem skyldi, enda hefur því verið vandlega haldið á lofti síðan, hversu illilega liðsstjórinn misskildist við björgunarstörfin og hvernig allt sem miður hefur farið í viðskiptum í gegnum tíðina, hefur verið öðrum að kenna, en þeim sem viðskiptin stunduðu.

Nú verður líklega að kalla út rannsóknarnefnd til að upplýsa hver hrindi í hvern og hvenær og hver sagði hvað og hvað ekki, ásamt því að finna út hvort og hvenær klappstýrurnar dönsuðu og hvort það hafi verið að þeirra eigin frumkvæði eða aðeins eftir pöntunum.

Danskort klappstýranna er ekki fullkomin heimild að þessu leyti og því nauðsynlegt að setja rannsóknarnefnd í málið.   Íslandssagan verður að vera rétt skráð. 


mbl.is Hringdi ekki til Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum er ekki sama hvort A hrindi í B eða Öfugt ?

Þetta eru glæpamenn sem eiga ekki að ganga lausir !

AFB (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 09:59

2 identicon

Óli kannaði heimildir... man hann ekki hvort hann talaði við X or not

doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband