Ofstækisöflum vex sífellt fiskur um hrygg

Það er hárrétt hjá Brynjari Níelssyni, sem hann heldur fram um að ofstækisöfl hafi ráðist ómaklega að Björgvini Björgvinssyni, lögreglumanni, fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali, þess efnis að tímabært væri að fólk færi í meira mæli að líta inn á við og taka frekari ábyrgð á gerðum sínum, með því að forðast að verða hálfrænulaust vegna ofdrykkju eða dópneyslu.

Ofstækið braust út í því, að snúa út úr orðum Björgvins og láta líta svo út, að hann hefði verið að kenna fórnarlömbum nauðgana um verknaðinn og að sama skapi verið að verja þann sem glæpinn framdi.  Þetta var auðvitað algjör rangtúlkun á orðum Björgvins, sem einfaldlega var að benda á, að þeir sem ekki væru með fullri rænu, ættu frekar á hættu en aðrir, að lenda í klóm óprúttinna glæpamanna og því skyldi fólk forðast ofneyslu vímuefna, af hvaða tagi sem er.

Skömm Ríkislögreglustjóra er mikil fyrir að biðjast afsökunar á varnaðarorðum Björgvins og ekki síður fyrir að flytja hann til í starfi, en Björgvin er annálaður sómamaður og hefur sinnt starfi sínu af stakri trúmennsku, bæði við fórnarlömb nauðgana og yfirboðara sína.

Um þetta var áður búið að fjalla um þetta mál í bloggi og ef einhver hefur áhuga á að kynna sér umræðurnar, sem af því spruttu, má sjá þær HÉRNA


mbl.is Segir ofstæki ráða ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er slæmt þegar blogg hænur fara að hafa áhrif á lögregluna. Það er ekki hægt að ætlast annars en að hænur gagga, en ég missti mikið álit á lögreglunni.

ks (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband