Hjörleifur víki, ef hann ber ábyrgð á skuldastöðunni

Orkuveita Reykjavíkur, sem hefur mest af sínum tekjum í íslenskum krónum, skuldbreytti nánast öllum sínum lánum í erlend lán og mun stór hluti þeirra vera í jenum og svissneskum frönkum.  Við hrun krónunnar margfaldaðist skuldastaðan í krónum talið og það svo, að tekjur fyrirtækisins duga ekki fyrir vöxtum og afborgunum lengur.

Ekki er óeðlilegt, að sá sem ábyrgð ber á svo gjörsamlega glórulausri fjármálastjórn axli ábyrgð á þeim gerðum og þá beinast sjónir fyrst að forstjóra fyrirtækisins og öðrum stjórnendum fjármála og reksturs.  Spurning er um hver ber höfuðábyrgð á þessari stöðu og hvenær þessar skuldbreytingar voru gerðar, en Hjörleifur Kvaran hefur gegnt stöðu forstjóra frá 1. september 2007 og líklegast er að þessar fjármálalegu æfingar hafi verið gerðar fyrir þann tíma, því um sama leyti og hann tók við forstjórastólnum lokuðaðist fyrir allar erlendar lántökur og gengið byrjaði að hrynja í mars 2008.

Í einkafyrirtæki hefði forstjórinn og aðrir sem ábyrgð bera á rekstri félagsins, verið látnir víkja eftir önnur eins fjármálaleg mistök og þetta og jafnvel þó minni hefðu verið.  Hins vegar væri ekki réttlátt. að víkja forstjóra sem hefði verið ráðinn til starfa eftir að mistökin hefðu verið gerð og væntanlega haft þann aðalstarfa að klóra fyrirtækið út úr þeim aftur.

Hvort það er raunin með Hjörleif, skal ósagt látið, en vonandi er ekki verið að víkja honum úr starfi, eingöngu til að koma öðrum að, sem þóknanlegri er nýjum valdhöfum Besta flokksins og dragdrottningunni, sem nú er titluð borgarstjóri, algerlega óverðskuldað.

Allt kemur þetta betur í ljós á næstu dögum.


mbl.is Tillaga um að Hjörleifur víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem þekkja til Hjörleifs vita a þarna er maður á ferð sem er með vit. Þarna er eingöngu verið að gera breytingar til að gera breytingar og Lýsingarmaðurinn hann Höskuldur að "stimpla" sig inn með ruddaskap eins og hann var þekktur fyrir í Lýsingu. Hjörleifur er rekinn fyrir hluti sem gerðust fyrir hans valdatíð eins og venjulegur leikmaður getur lesið úr ársreikningum Orkuveitunnar. Þvílík hneysa.

Nonni (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 22:50

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samkvæmt yfirlýsingu Höskuldar, eftir stjórnarfundinn, þá verða stafslok Hjörleifs samkvæmt, starfslokasamningi sem gerður var fyrr i dag.   Stjórnarfundurinn var því bara stimpill á áðurtekna ákvörðun.  Höskuldur gerir ekki starfslokasamning, nema hann viti að bak við þann gjörning, sé meirihluti stjórnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.8.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband