11.8.2010 | 13:50
Herskip ESB á Íslandsmið?
ESB er komið í stríðsham gegn Íslendingum vegna makrílveiða og stigmagnast ofsi talsmanna ESB, eins og títt er um sanna stríðsherra í þann mund sem þeir tefla liði sínu fram á stríðvöllinn. Tónninn í hótunum ESB verður æ harðari og eru skoskir liðsforingjar í makrílstríðinu farnir að minna á þorskastríðin og bresku herskipin, sem þá voru send á Íslandsmið, þó stríðssagan hafi eitthvað skolast til í tímans rás, því herfræðin eru ekki nákvæmari en svo, að nú er sagt að þau hafi haldið í sjóoruturnar á Íslandsmiðum til að ,,til þess að reka íslenska togara af umdeildum veiðisvæðum.
Maria Damanaki yfirmaður sjávarútvegsmála hjá Framkvæmdastjórn ESB, hefur látið þau boð út ganga, að gegni Íslendingar og Færeyingar ekki því, sem ESB fyrirskipar þeim, "...... að þá mun Framkvæmdastjórnin hugleiða allar nauðsynlegar aðgerðir til að vernda makrílstofninn og gæta hagsmuna ESB.
Einnig eru nefndar til sögunnar viðskiptaþvinganir, eða löndunarbann á íslensk skip í evrópskum höfnum og reyndar er þegar farið að neita færeyskum skipum um löndun í Bretlandi.
The Independent segir frá hörku stríðsherranna og nefnir sem dæmi að Bretland, Noregur og önnur ríki gætu átt það til að hindra inngöngu Íslendinga í ESB. Kalt vatn hlýtur að renna milli skinns og hörunds sannra Breta- og ESBvina hérlendis við slíkar yfirlýsingar, enda óþreytandi að dásama þann mannkærleik og ást á öllu kviku, sem þeir segja ríkja í stórríkinu væntanlega.
Samkvæmt Independent sagði sjávarútvegsráðherra Skotlands í gær: Ég finn fyrir miklum liðsauka með þeirri staðfestu sem ESB sýnir í þessu máli og vona að þessi mál verði í forgrunni í aðildarviðræðum Íslendinga við ESB.
Svo dettur ESBsinnum og öðrum nytsömum sakleysingjum í hug, að ESB muni samþykkja í væntanlegum inngönguviðræðum, að breyta fiskveiðistefnu sinni til að þóknast Íslendingum.
Spáir makrílstríði" við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja segðu og fær mann til að hugsa hvaða í heimi lifir Össur Skarphéðinsson...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.8.2010 kl. 14:50
Eins og fólki er eflaust í fersku minni, predikuðu aðildarsinnar, það fyrir þjóðinni, að Icesavedeilan að aðildarumsóknin, væru tvö gersamlega ótengd má. Hins vegar kom annað hljóð í stokkinn þegar aðildarumsóknin var tekin fyrir hjá ESB og ákveðið að hefja viðræður. Þá var "pólitísk" lausn Icesavedeilunnar, sett sem skilyrði fyrir inngöngu.
Lengi verður því varla að bíða, uns aðildarsinnar, hefji sönginn um að Makríldeilan og aðildarumsóknin séu tvö algerlega óskyld mál.
Á næstu vikum mun hins vegar koma í ljós, hvorum megin borðs íslensk stjórnvöld eða fulltrúar þeirra sitja. Bráðlega munu Íslendingar grípa til varna hjá ESA, vegna Icesave. Á næstu vikum hefjast einnig viðræður, Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og ESB, vegna makríls.
Málstað hverja munu stjórnvöld taka í við þessi tvö tækifæri. Málstað aðildarsinna, eða málstað meirihluta þjóðarinnar?
Kristinn Karl Brynjarsson, 11.8.2010 kl. 14:58
Mér sýnist viðbrögðin í þessu makríl-máli, sýna það alveg svart á hvítu að við eigum EKKERT erindi þarna inn.
Jóhann Elíasson, 11.8.2010 kl. 15:35
Gott að þeyr sýndu sitt rétta andlit, kanski það oppni augu aðyldarsinna ef Össi sér þetta ekki núna þá er eitthvað mikið að manninum !
Eyjólfur G Svavarsson, 11.8.2010 kl. 23:27
Össa og co er nokk sama um hvað er best fyrir þjóðinna.Inn í sambandi skulum við með góðu eða illu svo hægt sé að koma slatta af gæðingum í feitar stöður í Brussel.
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.