3.8.2010 | 20:39
Fals Árna Páls afhjúpað
Árni Páll sagði fréttamönnum í morgun að hann hefði sent Runólfi Ágústssyni, nýráðnum Umboðsmanni skuldara, bréf í morgun og krafið hann skýringa á fjármálaumsvifum hans á undanförnum árum og að skýringum hans fengnum, yrði skoðað hvort ástæða væri til að hafast eitthvað að á grundvelli skýringanna, en ekki væri venja að taka skuldamál umsækjenda um opinber störf til skoðunar í ráðningarferlinu.
Árni var kominn undir gríðarlega pressu vegna ráðningar þessa vinar síns og flokksfélaga í starfið og í þessu bloggi fyrr í dag, var sagt að Runólfur yrði maður að meiri, ef hann afþakkaði starfið vegna ófyrirgefanlegs klúðurs ráðherrans, sem reyndar er frægur að endemum vegna fyrri embættisfærslna sinna.
Nú hefur Runólfur sagt starfinu lausu eftir eins dags starf og er maður að meiri fyrir vikið. Í Kastljósi kvöldsins upplýsti hann að áður en Árni Páll hefði sent sér spurningalistann um fjármálin, hefði hann hringt í sig og farið þess á leit, að Runólfur segði sig frá starfinu, enda treysti ráðherrann sér ekki til að bera pólitíska ábyrgð á ráðningunni lengur. Lét Runólfur þess jafnframt getið að honum þætti þessi framganga ráherrans lítilmannleg, eftir það sem á undan var gengið.
Í blogginu fyrr í dag, var því spáð, að yrðu viðbrögð Runólfs þessi sem nú eru orðin, þá myndi Árni Páll ekki ráða Ásu, fyrrverandi forstöðumann Ráðgjafastofu heimilanna í starfið, til þess að réttlæta höfnun hennar sem umboðsmanns þegar Runólfur var ráðinn. Líklegra er að hann ráði annan vin sinn og samflokksmann í starfið, enda hefur Árni Páll margsýnt að hann er algerlega vanhæfur í ráðherraembætti og væntanlega mun það sannast enn einu sinni eftir þessa niðurstöðu.
Hitt er svo annað mál, að Árna Páli er ekki sætt lengur á ráðherrastóli og ætti sjálfur að segja af sér strax í kvöld, en engar likur eru á að svo verði, enda viðbrögð hans venjulega lítilmannleg, eins og Runólfur vinur hans og flokksbróðir orðar það, enda kunnugur manninum.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður embættismaður hefði bakkað og þagað. Runólfur Ágústsson á hins vegar inni nokkur prik hjá Samfylkingunni, meðal annars frá árinu 2003 þegar ónefndur frambjóðandi náði ekki inn á þing. Langminni og langrækni eru eiginleika sem finnast hjá öðru fólki en krötum og því fór sem fór!
Flosi Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 22:14
http://www.vinnumalastofnun.is/um-vinnumalastofnun/stjorn-vinnumalastofnunar/
Jón Þór Helgason, 4.8.2010 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.